Chelsea komst á toppinn í G-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta í kvöld þegar liðið lagði Maccabi Tel Aviv, 4-0, í Ísrael.
Miðvörðurinn Gary Cahill kom Chelsea á bragðið á 20. mínútu þegar hann fylgdi eftir eigin skalla og skoraði eftir að markvörður gestanna varði frábærlega, 1-0.
Tal Ben Haim, miðvörður Maccabi og fyrrverandi leikmaður Chelsea, fékk beint rautt spjald fyrir brot á 41. mínútu og heimamenn í miklum vandræðum.
Willian tvöfaldaði forskot Chelsea á 73. mínútu með marki úr aukaspyrnu, 2-0. Þetta er sjötta aukaspyrnan sem hann skorar úr í öllum keppnum á leiktíðinni.
Þessi sparkvissi Brassi skoraði þarna fjórða mark sitt beint úr aukaspyrnu í Meistaradeildinni og jafnaði þar met samlanda sína Juninho Pernambucano sem skoraði fjögur mörk beint úr aukaspyrnu fyrir Lyon tímabilið 2005/2006.
Annar Brasilíumaður, Oscar, gulltryggði svo sigur gestanna frá Lundúnum með þriðja marki Chelsea aðeins fjórum mínútum síðar, 3-0. Kurt Zouma bætti svo við fjórða markinu í uppbótartíma, 4-0.
Chelsea er á toppnum í riðlnum með tíu stig eins og Porto, en Dynamo Kiev heldur spennu í riðlinum eftir að leggja Porto í kvöld, 2-0.
Dynamo er með átta stig fyrir lokaumferðina og mætir Maccabi Tel Aviv í lokaumferðinni á meðan Porto heimsækir Chelsea. Þar getur úkraínska liðið stolið sætinu af Porto í 16 liða úrslitunum.
Willian jafnaði aukaspyrnumet Juninho í sigri Chelsea
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið




„Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“
Íslenski boltinn

„Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“
Íslenski boltinn


Leikur Grindavíkur færður vegna gossins
Íslenski boltinn


Jota í frægðarhöll Úlfanna
Fótbolti
