Von á skýrslu ESB um raunverulega mengun bíla Finnur Thorlacius skrifar 24. nóvember 2015 10:17 Bíll mengunarmældur. Í lok þessarar viku er von á skýrslu frá Evrópusambandinu þar sem greint verður frá raunverulegri CO2 mengun allra bílgerða sem seldir eru í Evrópu, nema Volkswagen. Volkswagen hefur tíma til enda þessa árs til að greina frá raunverulegri mengun bíla sinna og eru bílar þess því ekki í þessari úttekt. Forvitnilegt verður að sjá hversu mikið meira bílar framleiðendanna menga en þeir hafa gefið upp, en frá árinu 2012 hafa verið í gildi reglur sem heimila aðeins 130 g/km meðaltalsmengun allra bíla bílaframleiðanda. Til stendur að lækka það niður í 95 g/km af CO2 frá og með árinu 2021. Í fyrra var meðaltalsmengun bílaframleiðandanna allra 123,4 g/km og hafði lækkað um 2,6% frá fyrra ári. Hafa verður í huga að þessar tölur eru fengnar frá bílaframleiðendunum sjálfum og því ekki víst að meðaltalið sé svona lágt. Mörg lönd Evrópu styðja þær kröfur um minnkun mengunar sem Evrópusambandið boðar, en það gerir þó ekki Angel Merkel kanslari Þýskalands ekki og telur þær óraunhæfar. Hún er undir miklum þrýstingi frá bílaframleiðendum í hinu mikla bílalandi Þýskalandi. Í fyrra sektaði Evrópusambandið Lada og Ferrari fyrir að fara yfir meðaltalsmengun bíla sinna, Lada um 1 milljón Evra og Ferrari um 20.000 Evrur. Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent
Í lok þessarar viku er von á skýrslu frá Evrópusambandinu þar sem greint verður frá raunverulegri CO2 mengun allra bílgerða sem seldir eru í Evrópu, nema Volkswagen. Volkswagen hefur tíma til enda þessa árs til að greina frá raunverulegri mengun bíla sinna og eru bílar þess því ekki í þessari úttekt. Forvitnilegt verður að sjá hversu mikið meira bílar framleiðendanna menga en þeir hafa gefið upp, en frá árinu 2012 hafa verið í gildi reglur sem heimila aðeins 130 g/km meðaltalsmengun allra bíla bílaframleiðanda. Til stendur að lækka það niður í 95 g/km af CO2 frá og með árinu 2021. Í fyrra var meðaltalsmengun bílaframleiðandanna allra 123,4 g/km og hafði lækkað um 2,6% frá fyrra ári. Hafa verður í huga að þessar tölur eru fengnar frá bílaframleiðendunum sjálfum og því ekki víst að meðaltalið sé svona lágt. Mörg lönd Evrópu styðja þær kröfur um minnkun mengunar sem Evrópusambandið boðar, en það gerir þó ekki Angel Merkel kanslari Þýskalands ekki og telur þær óraunhæfar. Hún er undir miklum þrýstingi frá bílaframleiðendum í hinu mikla bílalandi Þýskalandi. Í fyrra sektaði Evrópusambandið Lada og Ferrari fyrir að fara yfir meðaltalsmengun bíla sinna, Lada um 1 milljón Evra og Ferrari um 20.000 Evrur.
Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent