BMW kynnir lítinn hugmyndabíl í Kína Finnur Thorlacius skrifar 23. nóvember 2015 09:52 Laglegur smábíll frá BMW. Autoblog Það er ekki algengt að þýskir lúxusbílaframleiðendur kynni nýja bíla sína í Kína en það gerði BMW um helgina í Guangzhou. Þessi bíll er fjögurra dyra en smár bíll sem byggður er á BMW 1- og 2-línunni. Þessi bíll er hugsaður sem samkeppnisbíll Mercedes Benz CLA-Class og Audi A3. Bíllinn er sannarlega með útlitseinkenni annarra BMW-bíla nú, en fremur hár til þaksins. Hjól bílsins eru höfð eins langt til endanna og kostur er til að auka innanrými hans og búa til gott pláss fyrir aftursætisfarþega. Hurðarhúnar bílsins eru vart sýnilegir og spretta fram við snertingu. Engin tilviljun er að BMW kynni þennan bíl í Kína en hann er hugsaður fyrir yngri kynslóð íbúa þar. Innanrými bílsins er hannað utanum ökumanninn, en einnig er vel hugað að rými fyrir aftursætisfarþega þó bíllinn sé ekki stór. Bíllinn er ríkulega búinn og mikið vandað til efnisvals. Nappa leður er í innréttingunni og viður og rispað ál að auki, svo hér er ekki á ferðinni neinn verkamannabíll. Bíllinn er með glerþaki og akstursupplýsingum er varpað uppá framrúðuna, auk þess sem upplýsingaskjár bílsins er óvenju stór, eða 8,8 tommur. Samkvæmt þessari lýsingu á bílnum á hann fullt eins erindi á markaði í Bandaríkjunum og Evrópu, þó svo honum verði að fyrstu beint að kínverskum kaupendum. Tilraunabíllinn séður frá annarri hlið. Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Það er ekki algengt að þýskir lúxusbílaframleiðendur kynni nýja bíla sína í Kína en það gerði BMW um helgina í Guangzhou. Þessi bíll er fjögurra dyra en smár bíll sem byggður er á BMW 1- og 2-línunni. Þessi bíll er hugsaður sem samkeppnisbíll Mercedes Benz CLA-Class og Audi A3. Bíllinn er sannarlega með útlitseinkenni annarra BMW-bíla nú, en fremur hár til þaksins. Hjól bílsins eru höfð eins langt til endanna og kostur er til að auka innanrými hans og búa til gott pláss fyrir aftursætisfarþega. Hurðarhúnar bílsins eru vart sýnilegir og spretta fram við snertingu. Engin tilviljun er að BMW kynni þennan bíl í Kína en hann er hugsaður fyrir yngri kynslóð íbúa þar. Innanrými bílsins er hannað utanum ökumanninn, en einnig er vel hugað að rými fyrir aftursætisfarþega þó bíllinn sé ekki stór. Bíllinn er ríkulega búinn og mikið vandað til efnisvals. Nappa leður er í innréttingunni og viður og rispað ál að auki, svo hér er ekki á ferðinni neinn verkamannabíll. Bíllinn er með glerþaki og akstursupplýsingum er varpað uppá framrúðuna, auk þess sem upplýsingaskjár bílsins er óvenju stór, eða 8,8 tommur. Samkvæmt þessari lýsingu á bílnum á hann fullt eins erindi á markaði í Bandaríkjunum og Evrópu, þó svo honum verði að fyrstu beint að kínverskum kaupendum. Tilraunabíllinn séður frá annarri hlið.
Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent