Brussel enn í herkví Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. nóvember 2015 07:00 Hermenn vakta verslunarmiðstöðina Galerie de la Reine í Brussel. Fréttablaðið/EPA Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, segir að hættuástand, sem lýst var yfir í Brussel á laugardaginn, haldi áfram í dag. Lestarstöðvar, skólar og háskólar voru ekki opnaðar í Brussel í morgun. „Hættuástandi vegna hryðjuverka linnir ekki fyrr en Salah Abdeslam hefur verið handsamaður,“ sagði Jan Jambon, innanríkisráðherra Belga, við flæmska fjölmiðla í gær. Þá upplýsti Jambon að leitin næði til fleiri grunaðra hryðjuverkamanna. Tyrkneska lögreglan handtók á laugardag þrjá menn grunaða um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Einn þeirra er belgískur ríkisborgari. Leitin að Salah Abdeslam, meintum geranda í árásunum í París, hélt áfram um helgina í Brussel án árangurs. Mohamed Abdelslam hefur í fjölmiðlum biðlað til Salah bróður síns að gefa sig fram. Frekar vilji hann sjá bróður sinn í fangelsi en í grafreit. Vinir Salah sögðu ABC fréttastofunni að hann hefði haft samband við þá. Þeir segja Salah hafa klæðst sprengjuvesti í París en fengið bakþanka með að sprengja sig í loft upp. Liðsmenn Íslamska ríkisins séu ósáttir við það. Mikill viðbúnaður er í Brussel, hermenn og brynvagnar á götum úti. Um þúsund hermenn vakta verslanir, veitingastaði, ríkisstofnanir og stofnanir Evrópusambandsins. Sorglegt að sjá borgina í þessu ástandiMaite Morren, fulltrúi í hverfisstjórn Ixelle-hverfis nærri miðborg Brussel„Ég vona að þetta ástand líði fljótt hjá,“ segir Maite Morren, fulltrúi í hverfisstjórn Ixelle-hverfis nærri miðborg Brussel, í samtali við Fréttablaðið. Hún er sorgmædd yfir því að sjá borgina sína, sem gjarnan iðar af lífi, í þessu ástandi. „Flestir sem ég þekki eru samt mjög yfirvegaðir.“ Hún segir fáa á ferli úti á götu. Margar verslanir og samkomustaðir hafi lokað og nú eru borgaryfirvöld að ákveða hvort skólum verði lokað í dag. „Ég ætlaði að sækja viðburð á laugardaginn fyrir unga listamenn en honum var frestað. Þá ætlaði ég í partí sama kvöld en því var aflýst.“ Óhuggulega hljóðláttVilhjálmur Ólafsson íbúi í Brussel„Stemningin var mjög sérstök í gær. Það er erfitt að lýsa því án þess að undirstrika það fyrst hversu lífleg Brussel er almennt á laugardögum,“ segir Vilhjálmur Ólafsson, íbúi í Brussel. „Í gær var eins og miðbærinn hefði verið rýmdur. Það var erfitt fyrir okkur að sjá þetta. Það voru fáir á ferli þar sem allt er venjulega iðandi af lífi.“ Þeir sem hafi verið á ferli hafi verið á hraðferð og borgin verið óhuggulega hljóðlát. Vilhjálmur segir borgarlífið þó hafa tekið ögn við sér á sunnudag. „Ég var aldrei raunverulega hræddur um líf mitt en ég, eins og allir aðrir Brusselbúar, hafði varann á.“ Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, segir að hættuástand, sem lýst var yfir í Brussel á laugardaginn, haldi áfram í dag. Lestarstöðvar, skólar og háskólar voru ekki opnaðar í Brussel í morgun. „Hættuástandi vegna hryðjuverka linnir ekki fyrr en Salah Abdeslam hefur verið handsamaður,“ sagði Jan Jambon, innanríkisráðherra Belga, við flæmska fjölmiðla í gær. Þá upplýsti Jambon að leitin næði til fleiri grunaðra hryðjuverkamanna. Tyrkneska lögreglan handtók á laugardag þrjá menn grunaða um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Einn þeirra er belgískur ríkisborgari. Leitin að Salah Abdeslam, meintum geranda í árásunum í París, hélt áfram um helgina í Brussel án árangurs. Mohamed Abdelslam hefur í fjölmiðlum biðlað til Salah bróður síns að gefa sig fram. Frekar vilji hann sjá bróður sinn í fangelsi en í grafreit. Vinir Salah sögðu ABC fréttastofunni að hann hefði haft samband við þá. Þeir segja Salah hafa klæðst sprengjuvesti í París en fengið bakþanka með að sprengja sig í loft upp. Liðsmenn Íslamska ríkisins séu ósáttir við það. Mikill viðbúnaður er í Brussel, hermenn og brynvagnar á götum úti. Um þúsund hermenn vakta verslanir, veitingastaði, ríkisstofnanir og stofnanir Evrópusambandsins. Sorglegt að sjá borgina í þessu ástandiMaite Morren, fulltrúi í hverfisstjórn Ixelle-hverfis nærri miðborg Brussel„Ég vona að þetta ástand líði fljótt hjá,“ segir Maite Morren, fulltrúi í hverfisstjórn Ixelle-hverfis nærri miðborg Brussel, í samtali við Fréttablaðið. Hún er sorgmædd yfir því að sjá borgina sína, sem gjarnan iðar af lífi, í þessu ástandi. „Flestir sem ég þekki eru samt mjög yfirvegaðir.“ Hún segir fáa á ferli úti á götu. Margar verslanir og samkomustaðir hafi lokað og nú eru borgaryfirvöld að ákveða hvort skólum verði lokað í dag. „Ég ætlaði að sækja viðburð á laugardaginn fyrir unga listamenn en honum var frestað. Þá ætlaði ég í partí sama kvöld en því var aflýst.“ Óhuggulega hljóðláttVilhjálmur Ólafsson íbúi í Brussel„Stemningin var mjög sérstök í gær. Það er erfitt að lýsa því án þess að undirstrika það fyrst hversu lífleg Brussel er almennt á laugardögum,“ segir Vilhjálmur Ólafsson, íbúi í Brussel. „Í gær var eins og miðbærinn hefði verið rýmdur. Það var erfitt fyrir okkur að sjá þetta. Það voru fáir á ferli þar sem allt er venjulega iðandi af lífi.“ Þeir sem hafi verið á ferli hafi verið á hraðferð og borgin verið óhuggulega hljóðlát. Vilhjálmur segir borgarlífið þó hafa tekið ögn við sér á sunnudag. „Ég var aldrei raunverulega hræddur um líf mitt en ég, eins og allir aðrir Brusselbúar, hafði varann á.“
Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira