Kona sem flúði frá Gaza til Íslands fékk ekki leigða íbúð af því hún er múslimi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. skrifar 22. nóvember 2015 18:35 Marwa Salameh, einstæð móðir frá Palestínu, fékk ekki að leigja íbúð í Reykjavík af því að hún er múslimi. Hún segist hafa lítið sofið nóttina eftir að leigusalinn tjáði henni að hann leigði ekki múslimum eftir hryðjuverkin í París. Marwa kom hingað til lands sem flóttamaður frá Gaza í Palestínu. Hún á tvo litla stráka og hefur búið hér í rúmlega ár. Fyrst eftir komuna til landsins bjó hún á gistiheimili en síðan í leiguíbúð í Norðurmýrinni. Samningurinn þar rennur út eftir mánuð.Samskiptin sem um ræðir.Hún segist ekki telja að Íslendingar séu rasistar. Þetta sé í fyrsta sinn sem hún upplifi eitthvað þessu líkt en henni hafi verið mjög brugðið.Óttast að lenda á götunniÁ Facebook í gær sá hún auglýsta íbúð til leigu sem hún taldi að gæti hentað henni og drengjunum. Hún setti sig í samband við leigusalann sem var kona og óskaði eftir að leigja íbúðina. Konan fór í framhaldinu að spyrja allskyns spurninga, meðal annars hverrar trúar hún væri. Þegar hún sagðist vera múslimi, sagðist konan ekki leigja múslimum eftir hryðjuverkin í París. Marwa segist hafa reynt að útskýra fyrir konunni að hún væri ekki hryðjuverkamaður. Hún væri hér á landinu til að skapa sér og drengjunum sínum friðsamlega tilveru en allt hafi komið fyrir ekki. Hún segist hafa sofið lítið í nótt. Hún segist óttast að hún og drengirnir lendi á götunni ef þetta verður viðkvæðið. Ástandið hér geti orðið eins og í Evrópu. Flóttamenn Hryðjuverk í París Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira
Marwa Salameh, einstæð móðir frá Palestínu, fékk ekki að leigja íbúð í Reykjavík af því að hún er múslimi. Hún segist hafa lítið sofið nóttina eftir að leigusalinn tjáði henni að hann leigði ekki múslimum eftir hryðjuverkin í París. Marwa kom hingað til lands sem flóttamaður frá Gaza í Palestínu. Hún á tvo litla stráka og hefur búið hér í rúmlega ár. Fyrst eftir komuna til landsins bjó hún á gistiheimili en síðan í leiguíbúð í Norðurmýrinni. Samningurinn þar rennur út eftir mánuð.Samskiptin sem um ræðir.Hún segist ekki telja að Íslendingar séu rasistar. Þetta sé í fyrsta sinn sem hún upplifi eitthvað þessu líkt en henni hafi verið mjög brugðið.Óttast að lenda á götunniÁ Facebook í gær sá hún auglýsta íbúð til leigu sem hún taldi að gæti hentað henni og drengjunum. Hún setti sig í samband við leigusalann sem var kona og óskaði eftir að leigja íbúðina. Konan fór í framhaldinu að spyrja allskyns spurninga, meðal annars hverrar trúar hún væri. Þegar hún sagðist vera múslimi, sagðist konan ekki leigja múslimum eftir hryðjuverkin í París. Marwa segist hafa reynt að útskýra fyrir konunni að hún væri ekki hryðjuverkamaður. Hún væri hér á landinu til að skapa sér og drengjunum sínum friðsamlega tilveru en allt hafi komið fyrir ekki. Hún segist hafa sofið lítið í nótt. Hún segist óttast að hún og drengirnir lendi á götunni ef þetta verður viðkvæðið. Ástandið hér geti orðið eins og í Evrópu.
Flóttamenn Hryðjuverk í París Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira