Napoli hafði betur gegn Emil Hallfreðssyni og félögum í Hellas Verona í ítölsku seríu A-deildinni í knattspyrnu í dag en leikurinn fór 2-0 fyrir gestunum.
Lorenzo Insigne skoraði fyrsta mark leiksins rúmlega tuttugu mínútum fyrir leikslok.
Það var síðan Gonzalo Higuain sem gerði annað mark Napoli aðeins fimm mínútum síðar. Emil lék allan leikinn fyrir Verona.
Napoli er í efsta sæti deildarinnar með 28 stig en Hellas Verona í því næst neðsta með aðeins sex stig. Útlitið því mjög dökkt fyrir þá.
Útlitið svart fyrir Emil og félaga | Töpuðu fyrir Napoli
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið




Lyon krækir í leikmann Liverpool
Enski boltinn

Ómar Björn: Misreiknaði boltann
Fótbolti

Son verður sá dýrasti í sögunni
Enski boltinn

Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki
Íslenski boltinn



Eir og Ísold mæta á EM
Sport