Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða óbreyttan um ófyrirséða framtíð Heimir Már Pétursson skrifar 20. nóvember 2015 18:37 Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða í óbreyttri mynd um ófyrirsjáanlega framtíð eða þar til önnur lausn finnist á flugvallarmálum fyrir borgina. Það sé vont að djúpstæður ágreiningur ríki um málið milli borgarinnar og ríkisins og kannski best að skorið verði úr um málið fyrir dómstólum. Ólöf Nordal innanríkisráðherra skrifaði borgarstjóra bréf í gær þar sem hún ítrekaði að ríkið ætti Reykjavíkurflugvöll og tilkynnti að ekki stæði til að loka minnstu flugbraut flugvallarins. Borgin hefur hins vegar gefið út framkvæmdaleyfi á Hlíðarenda samkvæmt deiliskipulagi þar sem Valsmenn hf. fyrirhuga um 600 íbúða byggð sem myndi skarast við aðflug að flugbrautinni. „Við erum ekki búin að taka neina stjórnvaldsákvörðun um að loka þessari flugbraut. Brautin er hluti af Reykjavíkurflugvelli. Þetta mál er eins og allir sjá hefur verið í miklum ágreiningi milli ríkis og borgar og það er auðvitað mjög vont fyrir alla. En ég held að það þýði heldur ekki að horfa framhjá því að svona er ekki hægt að halda áfram,“ segir Ólöf. Innanríkisráðuneytið beri ábyrgð á innanlandsfluginu og það verði að vera tryggt til einhverrar framtíðar. Þá verði að ríkja vissa um að ákvarðanir sem teknar séu hafi ekki áhrif á öryggi flugvallarins til lengri tíma. Það komi ekki til greina að innanríkisráðuneytið taki skref til að draga úr örygginu.Vísir/VilhelmRáðuneytið er ekki að brjóta samkomulag við borginaEn hvað með þetta samkomulag sem borgin vísar til frá árinu 2013, teljið þið að ekki sé verið að brjóta gegn því með þessari ákvörðun?„Nei, við teljum að það sé yfirlýsing í tengslum við annað samkomulag sem felur ekki í sér bein réttaráhrif. Heldur þurfi ýmislegt annað að koma til svo af því hefði getað orðið og sú staða er ekki komin upp ennþá,“ segir innanríkisráðherra. Lengi var beðið eftir niðurstöðu Rögnunefndarinnar svo kölluðu sem komst að þeirri niðurstöðu að besti kosturinn í stöðunni væri að byggja flugvöll í Hvassahrauni. Ólöf segir alla gera sér grein fyrir að flugvöllur rísi ekki þar á næstunni miðað við aðstæður. En skipulag Reykjavíkurflugvallar gildir aðeins til 2022, eða næstu sjö árin. „Ég sé bara fyrir mér að það skiptir auðvitað mjög miklu máli að einhverntíma sé hægt að ná einhverri niðurstöðu sem er raunhæf. Það er náttúrlega alveg óraunhæft að ætla að innanlandsflugið gufi einhvern veginn bara upp á einhverjum tilteknum degi.,“ segir Ólöf.Og á meðan enginn annar flugvölur er kominn er það þín skoðun að flugvöllurinn verði óbreyttur þar sem hann er?„Já það er mín skoðun,“ ítrekar innanríkisráðherra. Hún segir ráðuneyti sitt hafa varað borgina við að gefa út bygginga- og framkvæmdaleyfi áður en niðurstaða fengist í málið, sem borgin ætlar nú með fyrir dómstóla. „Það er ekki gott að til þessa sé komið. En á móti má segja að það blasir við öllum íbúum á Íslandi að þarna ríkir djúpur ágreiningur. Þegar svo er komið er kannski ágætt að lögsagan taki við,“ segir Ólöf Nordal. Tengdar fréttir Segja útgáfu á byggingarleyfum „á ábyrgð og áhættu Reykjavíkurborgar“ Í bréfi Innanríkisráðuneytisins segir að óraunhæft sé að ætla annað en að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni í næstu framtíð. 19. nóvember 2015 16:56 Kröfu Reykjavíkur um lokun flugbrautar hafnað Borgarráð fólk lögmanni Reykjavíkurborgar að höfða mál á hendur ríkinu. 19. nóvember 2015 13:30 Segir innanríkisráðherra tefja uppbyggingu nýrra íbúða Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sakaði innanríkisráðherra á Alþingi í dag um að draga lappirnar varðandi málefni Reykjavíkurflugvallar. 16. nóvember 2015 20:00 Kúvending í afstöðu ríkisins Ólöf Nordal neitar að loka flugbraut 06/24 eins og Reykjavíkurborg fer fram á. Borgin hefur því ákveðið að stefna ríki vegna vanefnda á gerðum samningum. Framkvæmdir Valsmanna tefjast. 20. nóvember 2015 07:00 Borgin í mál við ríkið út af flugvellinum Borgarstjóri segist ekki sjá aðra leið en að fara með málið fyrir dómstóla. 19. nóvember 2015 13:47 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Sjá meira
Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða í óbreyttri mynd um ófyrirsjáanlega framtíð eða þar til önnur lausn finnist á flugvallarmálum fyrir borgina. Það sé vont að djúpstæður ágreiningur ríki um málið milli borgarinnar og ríkisins og kannski best að skorið verði úr um málið fyrir dómstólum. Ólöf Nordal innanríkisráðherra skrifaði borgarstjóra bréf í gær þar sem hún ítrekaði að ríkið ætti Reykjavíkurflugvöll og tilkynnti að ekki stæði til að loka minnstu flugbraut flugvallarins. Borgin hefur hins vegar gefið út framkvæmdaleyfi á Hlíðarenda samkvæmt deiliskipulagi þar sem Valsmenn hf. fyrirhuga um 600 íbúða byggð sem myndi skarast við aðflug að flugbrautinni. „Við erum ekki búin að taka neina stjórnvaldsákvörðun um að loka þessari flugbraut. Brautin er hluti af Reykjavíkurflugvelli. Þetta mál er eins og allir sjá hefur verið í miklum ágreiningi milli ríkis og borgar og það er auðvitað mjög vont fyrir alla. En ég held að það þýði heldur ekki að horfa framhjá því að svona er ekki hægt að halda áfram,“ segir Ólöf. Innanríkisráðuneytið beri ábyrgð á innanlandsfluginu og það verði að vera tryggt til einhverrar framtíðar. Þá verði að ríkja vissa um að ákvarðanir sem teknar séu hafi ekki áhrif á öryggi flugvallarins til lengri tíma. Það komi ekki til greina að innanríkisráðuneytið taki skref til að draga úr örygginu.Vísir/VilhelmRáðuneytið er ekki að brjóta samkomulag við borginaEn hvað með þetta samkomulag sem borgin vísar til frá árinu 2013, teljið þið að ekki sé verið að brjóta gegn því með þessari ákvörðun?„Nei, við teljum að það sé yfirlýsing í tengslum við annað samkomulag sem felur ekki í sér bein réttaráhrif. Heldur þurfi ýmislegt annað að koma til svo af því hefði getað orðið og sú staða er ekki komin upp ennþá,“ segir innanríkisráðherra. Lengi var beðið eftir niðurstöðu Rögnunefndarinnar svo kölluðu sem komst að þeirri niðurstöðu að besti kosturinn í stöðunni væri að byggja flugvöll í Hvassahrauni. Ólöf segir alla gera sér grein fyrir að flugvöllur rísi ekki þar á næstunni miðað við aðstæður. En skipulag Reykjavíkurflugvallar gildir aðeins til 2022, eða næstu sjö árin. „Ég sé bara fyrir mér að það skiptir auðvitað mjög miklu máli að einhverntíma sé hægt að ná einhverri niðurstöðu sem er raunhæf. Það er náttúrlega alveg óraunhæft að ætla að innanlandsflugið gufi einhvern veginn bara upp á einhverjum tilteknum degi.,“ segir Ólöf.Og á meðan enginn annar flugvölur er kominn er það þín skoðun að flugvöllurinn verði óbreyttur þar sem hann er?„Já það er mín skoðun,“ ítrekar innanríkisráðherra. Hún segir ráðuneyti sitt hafa varað borgina við að gefa út bygginga- og framkvæmdaleyfi áður en niðurstaða fengist í málið, sem borgin ætlar nú með fyrir dómstóla. „Það er ekki gott að til þessa sé komið. En á móti má segja að það blasir við öllum íbúum á Íslandi að þarna ríkir djúpur ágreiningur. Þegar svo er komið er kannski ágætt að lögsagan taki við,“ segir Ólöf Nordal.
Tengdar fréttir Segja útgáfu á byggingarleyfum „á ábyrgð og áhættu Reykjavíkurborgar“ Í bréfi Innanríkisráðuneytisins segir að óraunhæft sé að ætla annað en að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni í næstu framtíð. 19. nóvember 2015 16:56 Kröfu Reykjavíkur um lokun flugbrautar hafnað Borgarráð fólk lögmanni Reykjavíkurborgar að höfða mál á hendur ríkinu. 19. nóvember 2015 13:30 Segir innanríkisráðherra tefja uppbyggingu nýrra íbúða Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sakaði innanríkisráðherra á Alþingi í dag um að draga lappirnar varðandi málefni Reykjavíkurflugvallar. 16. nóvember 2015 20:00 Kúvending í afstöðu ríkisins Ólöf Nordal neitar að loka flugbraut 06/24 eins og Reykjavíkurborg fer fram á. Borgin hefur því ákveðið að stefna ríki vegna vanefnda á gerðum samningum. Framkvæmdir Valsmanna tefjast. 20. nóvember 2015 07:00 Borgin í mál við ríkið út af flugvellinum Borgarstjóri segist ekki sjá aðra leið en að fara með málið fyrir dómstóla. 19. nóvember 2015 13:47 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Sjá meira
Segja útgáfu á byggingarleyfum „á ábyrgð og áhættu Reykjavíkurborgar“ Í bréfi Innanríkisráðuneytisins segir að óraunhæft sé að ætla annað en að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni í næstu framtíð. 19. nóvember 2015 16:56
Kröfu Reykjavíkur um lokun flugbrautar hafnað Borgarráð fólk lögmanni Reykjavíkurborgar að höfða mál á hendur ríkinu. 19. nóvember 2015 13:30
Segir innanríkisráðherra tefja uppbyggingu nýrra íbúða Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sakaði innanríkisráðherra á Alþingi í dag um að draga lappirnar varðandi málefni Reykjavíkurflugvallar. 16. nóvember 2015 20:00
Kúvending í afstöðu ríkisins Ólöf Nordal neitar að loka flugbraut 06/24 eins og Reykjavíkurborg fer fram á. Borgin hefur því ákveðið að stefna ríki vegna vanefnda á gerðum samningum. Framkvæmdir Valsmanna tefjast. 20. nóvember 2015 07:00
Borgin í mál við ríkið út af flugvellinum Borgarstjóri segist ekki sjá aðra leið en að fara með málið fyrir dómstóla. 19. nóvember 2015 13:47