Bretar vilja skipta út dísilbílum Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2015 15:56 Bílar sem brenna dísilolíu verða nú síóvinsælli vegna NOx mengunar þeirra. Umhverfisnefnd breska þingsins hefur mælt með því að breska ríkið bjóði þeim sem hugsað geta sér að skipta út dísilbílum sínum fyrir bensínbíla sérstakan útskiptibónus. Einnig er lagt til að skattar á bíla séu hærri ef þeir menga NOx nituroxíssamböndum, líkt og dísilbílar gera umfram bensínbíla. Þá gangrýnir nefndin einnig þá skattastefnu sem samþykkt var síðast á þinginu og tók ekki mið af NOx mengun, heldur aðeins CO2 mengun, líkt og er við lýði hér á landi. Þar hafi ríkið misst af góðu tækifæri til að taka á mengun dísilbíla, sérlega þeirra sem menga mikið af efnasambandinu. Evrópusambandið hefur lýst NOx efnasamböndum sem krabbameinsvaldandi og á því liggi enginn vafi. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent
Umhverfisnefnd breska þingsins hefur mælt með því að breska ríkið bjóði þeim sem hugsað geta sér að skipta út dísilbílum sínum fyrir bensínbíla sérstakan útskiptibónus. Einnig er lagt til að skattar á bíla séu hærri ef þeir menga NOx nituroxíssamböndum, líkt og dísilbílar gera umfram bensínbíla. Þá gangrýnir nefndin einnig þá skattastefnu sem samþykkt var síðast á þinginu og tók ekki mið af NOx mengun, heldur aðeins CO2 mengun, líkt og er við lýði hér á landi. Þar hafi ríkið misst af góðu tækifæri til að taka á mengun dísilbíla, sérlega þeirra sem menga mikið af efnasambandinu. Evrópusambandið hefur lýst NOx efnasamböndum sem krabbameinsvaldandi og á því liggi enginn vafi.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent