Ég hata útlendinga Pawel Bartoszek skrifar 21. nóvember 2015 07:00 Ég er í lest. Er með mikinn farangur. Þegar komið er á leiðarenda þarf ég ég að fara tvær ferðir úr lestinni með allt dótið. Mér til skelfingar keyrir lestin af stað um leið og ég hef borið út töskurnar. En veskið, síminn og lyklarnir liggja enn á litlu borði við gluggann! Einhver segir mér að lestin sé bara að fara örfáa metra. Ég næ henni þar sem hún stoppar hjá litlu gistiheimili. Ég hleyp inn til að finna lestarstjórann. Inni sé ég hóp manna. Heilinn minn ákveður strax að þetta séu flóttamenn eða sígaunar. Þeir labba upp á aðra hæð. Einn þeirra heldur á veskinu mínu! Annar á símanum mínum. „Hey, þetta er dótið mitt!“ hrópa ég á útlensku. Þeir halda kúlinu en leyfa mér samt að rífa þetta af sér. Ég sé að þeir eru með nóg af öðru þýfi á sér. Þetta var draumur sem mig raunverulega dreymdi í vikunni. Sá draumur varð ekki til í einhverju tómarúmi. Ég týni hlutum. Ég týni lyklum, veskjum og símum og var að panta þriðja kreditkortið mitt á árinu. Ég var líka nýlega staddur í Stokkhólmi og sá fullt af útlendingslegu fólki betla. Ég hef séð myndir af sýrlenskum flóttamönnum á ungverskum lestarstöðvum. Bara draumur. En hann afhjúpar samt óþægilegan sannleik um sjálfan mig. Heilinn minn tók fullt af nýlegum upplifunum og hann gerði það sem heilar gera. Þóttist sjá mynstur, kryddaði það með fordómum og bjó til þennan, að hans mati, líklega söguþráð. Hvorki einhver bakgrunnur né gæskuleg skrif endrum og eins gera mann ónæman fyrir rasisma. Eina sem maður getur gert er að horfast í augu við það. Og vonast til að hið meðvitaða sjálf geti með einhverju móti vegið upp á móti fordómafulla fávitanum sem býr fyrir innan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun
Ég er í lest. Er með mikinn farangur. Þegar komið er á leiðarenda þarf ég ég að fara tvær ferðir úr lestinni með allt dótið. Mér til skelfingar keyrir lestin af stað um leið og ég hef borið út töskurnar. En veskið, síminn og lyklarnir liggja enn á litlu borði við gluggann! Einhver segir mér að lestin sé bara að fara örfáa metra. Ég næ henni þar sem hún stoppar hjá litlu gistiheimili. Ég hleyp inn til að finna lestarstjórann. Inni sé ég hóp manna. Heilinn minn ákveður strax að þetta séu flóttamenn eða sígaunar. Þeir labba upp á aðra hæð. Einn þeirra heldur á veskinu mínu! Annar á símanum mínum. „Hey, þetta er dótið mitt!“ hrópa ég á útlensku. Þeir halda kúlinu en leyfa mér samt að rífa þetta af sér. Ég sé að þeir eru með nóg af öðru þýfi á sér. Þetta var draumur sem mig raunverulega dreymdi í vikunni. Sá draumur varð ekki til í einhverju tómarúmi. Ég týni hlutum. Ég týni lyklum, veskjum og símum og var að panta þriðja kreditkortið mitt á árinu. Ég var líka nýlega staddur í Stokkhólmi og sá fullt af útlendingslegu fólki betla. Ég hef séð myndir af sýrlenskum flóttamönnum á ungverskum lestarstöðvum. Bara draumur. En hann afhjúpar samt óþægilegan sannleik um sjálfan mig. Heilinn minn tók fullt af nýlegum upplifunum og hann gerði það sem heilar gera. Þóttist sjá mynstur, kryddaði það með fordómum og bjó til þennan, að hans mati, líklega söguþráð. Hvorki einhver bakgrunnur né gæskuleg skrif endrum og eins gera mann ónæman fyrir rasisma. Eina sem maður getur gert er að horfast í augu við það. Og vonast til að hið meðvitaða sjálf geti með einhverju móti vegið upp á móti fordómafulla fávitanum sem býr fyrir innan.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun