Dacia Duster hlaut Græna eplið Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2015 10:36 Dacia Duster er einfaldur en duglegur jeppi sem fæst á góðu verði. Dacia Duster hlaut Græna eplið (Green Apple Awards) í flokki minni sportjeppa á verðlaunahátíð sem haldin var í þinghúsinu í London í vikunni. Duster hlaut fyrstu verðlaun fyrir fjölbreytt notagildi og hagstætt verð. Green Apple verðlaunin eru veitt af „The Green Organisation“ á Mið-Englandi, en dómendur koma úr röðum samtaka bílablaðamanna á svæðinu, „Midland Group of Motoring Writers“. Við verðlaunaafhendinguna sagði formaður þeirra, Ian Donaldson, að Dacia Duster uppfyllti vel þær kröfur sem bíleigendur gerðu um hagkvæmni með lágum rekstrarkostnaði og lágu kaupverði miðað við það hversu ákvaflega vel bíllinn sé útbúinn. Um það voru allir dómendur sammála,“ sagði Donaldson. Annar dómari sagði við sama tilefni að jafnframt því sem kaupendur fái mikið fyrir peninginn með vali á Duster sé bíllinn auk þess bæði skemmtilegur í akstri og hagkvæmur í rekstri. Undir það tóku fleiri og sagðist annar einmitt hafa fengið sér Duster einmitt af þessum ástæðum og bíllinn hefði uppfyllt vel væntingar sínar. Louise O'Sullivan, vörumerkjastjóri hjá Dacia í Bretlandi sagði Duster hafa verið tekið einstaklega vel á breska markaðnum vegna mikilla gæða og lágs verðs enda væri hann laus við flest af því prjáli sem ættu sinn þátt í almennt háu verði á nýjum bílum. Verðlaun Græna epplisins væru enn ein staðfesting þess hve hagkvæm bílakaup fælust í Duster. Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent
Dacia Duster hlaut Græna eplið (Green Apple Awards) í flokki minni sportjeppa á verðlaunahátíð sem haldin var í þinghúsinu í London í vikunni. Duster hlaut fyrstu verðlaun fyrir fjölbreytt notagildi og hagstætt verð. Green Apple verðlaunin eru veitt af „The Green Organisation“ á Mið-Englandi, en dómendur koma úr röðum samtaka bílablaðamanna á svæðinu, „Midland Group of Motoring Writers“. Við verðlaunaafhendinguna sagði formaður þeirra, Ian Donaldson, að Dacia Duster uppfyllti vel þær kröfur sem bíleigendur gerðu um hagkvæmni með lágum rekstrarkostnaði og lágu kaupverði miðað við það hversu ákvaflega vel bíllinn sé útbúinn. Um það voru allir dómendur sammála,“ sagði Donaldson. Annar dómari sagði við sama tilefni að jafnframt því sem kaupendur fái mikið fyrir peninginn með vali á Duster sé bíllinn auk þess bæði skemmtilegur í akstri og hagkvæmur í rekstri. Undir það tóku fleiri og sagðist annar einmitt hafa fengið sér Duster einmitt af þessum ástæðum og bíllinn hefði uppfyllt vel væntingar sínar. Louise O'Sullivan, vörumerkjastjóri hjá Dacia í Bretlandi sagði Duster hafa verið tekið einstaklega vel á breska markaðnum vegna mikilla gæða og lágs verðs enda væri hann laus við flest af því prjáli sem ættu sinn þátt í almennt háu verði á nýjum bílum. Verðlaun Græna epplisins væru enn ein staðfesting þess hve hagkvæm bílakaup fælust í Duster.
Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent