Einstakt ár Hrafnhildar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. nóvember 2015 06:00 Hrafnhildur er hér einbeitt á svip að búa sig til keppni á Íslandsmeistaramótinu í 25 m laug sem fór fram í Ásvallalaug. Fréttablaðið/Anton Árið 2015 hefur verið frábært fyrir íslenskar sundkonur. Þær Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir hafa stimplað sig rækilega inn á alþjóðavísu og geta bætt um enn betur áður en árið er úti. Eygló verður meðal keppenda á Evrópumeistaramótinu í 25 m laug sem fer fram í Ísrael í byrjun næsta mánaðar en báðar keppa svo í „Duel in the Pool“ – nokkurs konar Ryder-keppni sundsins – þar sem úrvalslið Evrópu og Bandaríkjanna etja kappi í Indianapolis. Uppgangur Hrafnhildar á árinu hefur verið eftirtektarverður. Hrafnhildur, sem varð 24 ára í sumar, stórbætti sig í bæði bringusundi og fjórsundi jafnt og þétt allt árið. Alls urðu Íslandsmetin hennar 20 talsins – þar af fjórtán ný Íslandsmet í einstaklingsgreinum. Stóru áfangar ársins er að verða fyrsta íslenska konan sem syndir til úrslita á HM í 50 m laug og annar íslenski íþróttamaðurinn sem tryggir sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Ríó. Eygló varð fyrst til þess í mars á þessu ári. Svo kom Íslandsmeistaramótið í 25 m laug um síðustu helgi þar sem Hrafnhildur gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmetin í öllum þremur fjórsundsgreinunum sem og 100 m bringusundi. Þá jafnaði hún eigið met í 50 m bringusundi. Þetta gerði hún þrátt fyrir að vera ekki komin með fullan hraða að eigin sögn þar sem hún er að miða við að toppa í Indianapolis um miðjan næsta mánuð. Jacky Pellerin er landsliðsþjálfari Íslands í sundi og segir í samtali við Fréttablaðið að hann sé afar ánægður með framgöngu Hrafnhildar á árinu. Miklu máli skiptir að hún hafi nú lokið keppnisferli sínum með háskóla sínum í Bandaríkjunum, þar sem hún dvelur reyndar enn en æfir þess í stað með úrvalshópi sundmanna, sem stefna á að ná langt á leikunum í Ríó næsta sumar. „Hún fékk við skiptin nýjan þjálfara og hún hefur náð betra sambandi við hann. Undir hans leiðsögn hefur hún styrkt sig mikið enda sér maður á henni að hún er bæði í betra líkamlegu formi og með meira sjálfstraust,“ segir Pellerin. Sjálf hefur Hrafnhildur sagt að hún viti ekki hvað taki við hjá sér eftir leikana í Ríó en Pellerin grunar að það gæti orðið hennar síðasta alþjóðlega stórmót. „Kannski er það rangt hjá mér en það er það sem mig grunar miðað við það sem ég hef sjálfur heyrt frá henni. En kannski hættir hún við að hætta.“ Hann segir augljóst að bætingarnar á árinu og ekki síst núna á ÍM 25 í nóvember megi rekja til þess að henni líði vel í sínu umhverfi. „Ég held að það sé ekki nokkur spurning. Það verður allt mun auðveldara þegar allt er jákvætt í kringum mann og manni líður vel. Það hefur mjög mikið að segja.“ Miðað við velgengni íslenskra sundkvenna á árinu sem er að líða er góðs að vænta á næsta ári, þar sem hápunkturinn verður sundkeppnin á Ólympíuleikunum í Ríó. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Árið 2015 hefur verið frábært fyrir íslenskar sundkonur. Þær Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir hafa stimplað sig rækilega inn á alþjóðavísu og geta bætt um enn betur áður en árið er úti. Eygló verður meðal keppenda á Evrópumeistaramótinu í 25 m laug sem fer fram í Ísrael í byrjun næsta mánaðar en báðar keppa svo í „Duel in the Pool“ – nokkurs konar Ryder-keppni sundsins – þar sem úrvalslið Evrópu og Bandaríkjanna etja kappi í Indianapolis. Uppgangur Hrafnhildar á árinu hefur verið eftirtektarverður. Hrafnhildur, sem varð 24 ára í sumar, stórbætti sig í bæði bringusundi og fjórsundi jafnt og þétt allt árið. Alls urðu Íslandsmetin hennar 20 talsins – þar af fjórtán ný Íslandsmet í einstaklingsgreinum. Stóru áfangar ársins er að verða fyrsta íslenska konan sem syndir til úrslita á HM í 50 m laug og annar íslenski íþróttamaðurinn sem tryggir sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Ríó. Eygló varð fyrst til þess í mars á þessu ári. Svo kom Íslandsmeistaramótið í 25 m laug um síðustu helgi þar sem Hrafnhildur gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmetin í öllum þremur fjórsundsgreinunum sem og 100 m bringusundi. Þá jafnaði hún eigið met í 50 m bringusundi. Þetta gerði hún þrátt fyrir að vera ekki komin með fullan hraða að eigin sögn þar sem hún er að miða við að toppa í Indianapolis um miðjan næsta mánuð. Jacky Pellerin er landsliðsþjálfari Íslands í sundi og segir í samtali við Fréttablaðið að hann sé afar ánægður með framgöngu Hrafnhildar á árinu. Miklu máli skiptir að hún hafi nú lokið keppnisferli sínum með háskóla sínum í Bandaríkjunum, þar sem hún dvelur reyndar enn en æfir þess í stað með úrvalshópi sundmanna, sem stefna á að ná langt á leikunum í Ríó næsta sumar. „Hún fékk við skiptin nýjan þjálfara og hún hefur náð betra sambandi við hann. Undir hans leiðsögn hefur hún styrkt sig mikið enda sér maður á henni að hún er bæði í betra líkamlegu formi og með meira sjálfstraust,“ segir Pellerin. Sjálf hefur Hrafnhildur sagt að hún viti ekki hvað taki við hjá sér eftir leikana í Ríó en Pellerin grunar að það gæti orðið hennar síðasta alþjóðlega stórmót. „Kannski er það rangt hjá mér en það er það sem mig grunar miðað við það sem ég hef sjálfur heyrt frá henni. En kannski hættir hún við að hætta.“ Hann segir augljóst að bætingarnar á árinu og ekki síst núna á ÍM 25 í nóvember megi rekja til þess að henni líði vel í sínu umhverfi. „Ég held að það sé ekki nokkur spurning. Það verður allt mun auðveldara þegar allt er jákvætt í kringum mann og manni líður vel. Það hefur mjög mikið að segja.“ Miðað við velgengni íslenskra sundkvenna á árinu sem er að líða er góðs að vænta á næsta ári, þar sem hápunkturinn verður sundkeppnin á Ólympíuleikunum í Ríó.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð