Snjórinn stoppar ekki hafnargarðsmenn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. nóvember 2015 15:33 Vinna við að fjarlægja hafnargarðinn við Austurbakka við Reykjavíkurhöfn heldur áfram þrátt fyrir mikla snjókomu undanfarna daga. Þegar Vísir leit við á svæðinu voru starfsmenn í óðaönn við að undirbúa flutninga á steinunum. Verkið hófst á föstudaginn og voru þá fjarlægðir 32 steinir en alls þarf að merkja og fjarlæga á milli fimmtán til sextán hundrað steina. Eins og sjá á meðfylgjandi myndbandi er þetta þriggja manna verk, einn sópar snjóinn af, annar borar holu fyrir merkinguna og sá þriðji festir blikkmerki á steininn svo menn viti hvar hver steinn á að fara þegar þessu verður öllu raðað saman á nýjan leik.Hver og einn steinn fær svona tölusetta merkingu.Vísir/TPTSnjókoman kætti ekki þá sem sjá um að fjarlægja steinana. Markús Guðjónsson, skrúðgarðyrkjumeistari, fer með yfirumsjón við fjarlægingu hafnargarðsins og hann segir verkið ganga rólega en þó miði mönnum áfram. Hann vonast til þess að daglega takist að fjarlægja mun fleiri en 30 steina á dag en viðurkennir að snjórinn muni hægja á verkinu. „Við erum að gera okkur vonir um að þetta verði á bilinu áttatíu til hundrað steinar á dag. Veðrið var ekki til þess að kæta okkur og snjórinn mun setja strik í reikninginn varðandi flutninga,“ en líkt og áður hefur komið fram verða steinarnir fluttir út á Granda á svæði Faxaflóhafna þar sem þeir verða geymdir þangað til að þeir rísa á ný. Markús reiknar með að það muni taka um einn og hálfan til tvo mánuði að ljúka verkinu en í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá aðstæður og hvernig verkið er unnið. Veður Tengdar fréttir Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði sýnilegur og aðgengilegur almenningi sem hluti af þeim byggingum sem reistar verða á Austurbakka. 11. nóvember 2015 15:48 Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Vinna við að fjarlægja hafnargarðinn við Austurbakka við Reykjavíkurhöfn heldur áfram þrátt fyrir mikla snjókomu undanfarna daga. Þegar Vísir leit við á svæðinu voru starfsmenn í óðaönn við að undirbúa flutninga á steinunum. Verkið hófst á föstudaginn og voru þá fjarlægðir 32 steinir en alls þarf að merkja og fjarlæga á milli fimmtán til sextán hundrað steina. Eins og sjá á meðfylgjandi myndbandi er þetta þriggja manna verk, einn sópar snjóinn af, annar borar holu fyrir merkinguna og sá þriðji festir blikkmerki á steininn svo menn viti hvar hver steinn á að fara þegar þessu verður öllu raðað saman á nýjan leik.Hver og einn steinn fær svona tölusetta merkingu.Vísir/TPTSnjókoman kætti ekki þá sem sjá um að fjarlægja steinana. Markús Guðjónsson, skrúðgarðyrkjumeistari, fer með yfirumsjón við fjarlægingu hafnargarðsins og hann segir verkið ganga rólega en þó miði mönnum áfram. Hann vonast til þess að daglega takist að fjarlægja mun fleiri en 30 steina á dag en viðurkennir að snjórinn muni hægja á verkinu. „Við erum að gera okkur vonir um að þetta verði á bilinu áttatíu til hundrað steinar á dag. Veðrið var ekki til þess að kæta okkur og snjórinn mun setja strik í reikninginn varðandi flutninga,“ en líkt og áður hefur komið fram verða steinarnir fluttir út á Granda á svæði Faxaflóhafna þar sem þeir verða geymdir þangað til að þeir rísa á ný. Markús reiknar með að það muni taka um einn og hálfan til tvo mánuði að ljúka verkinu en í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá aðstæður og hvernig verkið er unnið.
Veður Tengdar fréttir Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði sýnilegur og aðgengilegur almenningi sem hluti af þeim byggingum sem reistar verða á Austurbakka. 11. nóvember 2015 15:48 Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði sýnilegur og aðgengilegur almenningi sem hluti af þeim byggingum sem reistar verða á Austurbakka. 11. nóvember 2015 15:48
Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00