Veðurstofa Íslands varar við óveðri á morgun þegar skil ganga norðaustur yfir landið með austanstormi og hríðarbyl, fyrst suðvestan lands. Það verður því ekkert ferðaveður á landinu, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunnar.
Spáin fyrir landið sunnanvert er eftirfarandi:
Vaxandi austan átt í nótt. Snemma í fyrramálið má búast við slæmu skyggni vegna skafrennings víða suðvestanlands, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut. Þá hvessir enn þegar líður á morguninn og fer að snjóa. Búast má við mikilli snjókomu fram eftir degi. Síðdegis á morgun, milli klukkan 15 og 18, snýst vindur í hægari vestan átt með éljagangi, fyrst á Reykjanesi.
Þá er versnandi veðri spáð austanlands seint á morgun með austan hvassviðri eða stormi og mikilli ofankomu.

