Hannover-Burgdorf staðfesti á heimasíðu sinni í dag að félagið hafi gengið frá nýjum samningi við skyttuna Rúnar Kárason.
„Rúnar er frábær liðsmaður og framlag hans á æfingum er til fyrirmyndar. Ég er afar ánægður með að hann verði hjá okkur til frambúðar,“ sagði þjálfarinn Jens Bürkle í viðtali á heimasíðu félagsins.
Sjálfur segir hann að ákvörðunin hafi verið auðveld enda líði honum og fjölskyldu hans vel í Þýskalandi. „Það er því engin ástæða til að fara,“ segir hann.
Rúnar segir að Hannover-Burgdorf eigi heima í efri hluta þýsku úrvalsdeildarinnar og að liðið eigi að stefna að því að tryggja sér þátttökurétt í Evrópukeppni.
Hannover-Burgdorf er sem stendur í ellefta sæti deildarinnar en Rúnar hefur spilað alla sextán leiki liðsins og skorað í þeim 41 mark.
Rúnar framlengir: Engin ástæða til að fara
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
