Porsche yfir 200.000 bíla fyrsta sinni Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2015 16:23 Porsche Cayenne er söluhæsta bílgerð Porsche. GVA Í nýliðnum nóvembermánuði náði þýski sportbílaframleiðandinn Porsche nýjum áfanga í sögu sinni með því að selja yfir 200.000 bíla á einu ári. Þegar nóvember var allur hafði Porsche reyndar selt 209.894 bíla og hafði salan vaxið á milli ára um 24%. Í fyrra seldi Porsche 189.849 bíla allt árið, en ef Porsche selur jafn vel í desember og fyrri 11 mánuði ársins má búast við heildarsölu uppá 229.000 bíla. Í nóvember seldi Porsche 18.110 bíla. Af einstökum bílgerðum seldist Cayenne best, eða 6.579 eintök og jókst salan um 39% í mánuðinum. Heildarsala Cayenne á árinu er komin í 68.029 bíla og hefur vaxið um 14 á milli ára. Ekki kemur kannski á óvart að stærsti markaðurinn er í Kína og þar hafa alls selst 54.302 bílar á árinu og salan vaxið um 34%. Næst stærsti markaðurinn er í Bandaríkjunum og seldust þar 47.891 bíll og þar jókst salan um 9%. Ef öll Evrópa er talin saman, en ekki einstök lönd, má þó segja að þar sé enn stærsti markaðurinn fyrir Porsche bíla, en á árinu hafa selst þar 70.509 bílar. Í fyrri áætlunum Porsche var meiningin að ná 200.000 bíla sölu árið 2018 og því er fyrirtækið 3 árum á undan þeim áætlunum og vöxturinn reyfarakenndur á allra síðustu árum. Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Í nýliðnum nóvembermánuði náði þýski sportbílaframleiðandinn Porsche nýjum áfanga í sögu sinni með því að selja yfir 200.000 bíla á einu ári. Þegar nóvember var allur hafði Porsche reyndar selt 209.894 bíla og hafði salan vaxið á milli ára um 24%. Í fyrra seldi Porsche 189.849 bíla allt árið, en ef Porsche selur jafn vel í desember og fyrri 11 mánuði ársins má búast við heildarsölu uppá 229.000 bíla. Í nóvember seldi Porsche 18.110 bíla. Af einstökum bílgerðum seldist Cayenne best, eða 6.579 eintök og jókst salan um 39% í mánuðinum. Heildarsala Cayenne á árinu er komin í 68.029 bíla og hefur vaxið um 14 á milli ára. Ekki kemur kannski á óvart að stærsti markaðurinn er í Kína og þar hafa alls selst 54.302 bílar á árinu og salan vaxið um 34%. Næst stærsti markaðurinn er í Bandaríkjunum og seldust þar 47.891 bíll og þar jókst salan um 9%. Ef öll Evrópa er talin saman, en ekki einstök lönd, má þó segja að þar sé enn stærsti markaðurinn fyrir Porsche bíla, en á árinu hafa selst þar 70.509 bílar. Í fyrri áætlunum Porsche var meiningin að ná 200.000 bíla sölu árið 2018 og því er fyrirtækið 3 árum á undan þeim áætlunum og vöxturinn reyfarakenndur á allra síðustu árum.
Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent