Næsti Nissan Juke með rafmótorum Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2015 14:21 Nissan Juke er ekki allra og annaðhvort elskaður eða hataður fyrir útlit sitt. Samkvæmt upplýsingum úr herbúðum Nissan verður næsta kynslóð Nissan Juke í boði með rafmótorum til aflaukningar hefðbundinnar brunavélar. Brunavélin verður lítil en rafmótorarnir verða þeir sömu og finna má í Nissan Leaf. Þeir sem hafa áhyggjur af því að ekki verði í boði áfram aflmiklar vélar í Juke þurfa engar áhyggjur að hafa þar sem meðal annars verður í boði 1,6 lítra fjögurra strokka vél með forþjöppu sem skilar 217 hestöflum og 260 Nm togi. Ytra útlit bílsins mun ekki breytast mikið en þó mun hann erfa eitthvað af útlitseinkennum Gripz hugmyndabílsins. Nýr Nissan Juke kemur á markað á næsta ári og mun sitja á CMF-B undirvagni, sem er sá sami og finna má brátt undir Nissan Micra og Renault Clio. Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent
Samkvæmt upplýsingum úr herbúðum Nissan verður næsta kynslóð Nissan Juke í boði með rafmótorum til aflaukningar hefðbundinnar brunavélar. Brunavélin verður lítil en rafmótorarnir verða þeir sömu og finna má í Nissan Leaf. Þeir sem hafa áhyggjur af því að ekki verði í boði áfram aflmiklar vélar í Juke þurfa engar áhyggjur að hafa þar sem meðal annars verður í boði 1,6 lítra fjögurra strokka vél með forþjöppu sem skilar 217 hestöflum og 260 Nm togi. Ytra útlit bílsins mun ekki breytast mikið en þó mun hann erfa eitthvað af útlitseinkennum Gripz hugmyndabílsins. Nýr Nissan Juke kemur á markað á næsta ári og mun sitja á CMF-B undirvagni, sem er sá sami og finna má brátt undir Nissan Micra og Renault Clio.
Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent