Umhverfismál og byggingariðnaður Sigríður Björk Jónsdóttir skrifar 9. desember 2015 10:24 Á heimsvísu er talið að byggingariðnaðurinn sé ábyrgur fyrir um 30% af losun gróðurhúsalofttegunda og noti um 40% af framleiddri orku í heiminum. Af þessu má sjá að í umræðunni sem nú fer fram í tengslum við loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna í París, þá er aukin umhverfisvitund í byggingariðnaði mikilvægur þáttur sem þjóðir heims þurfa að huga að þótt ekki hafi hann fengið mikla umfjöllun hér á landi í þessu sambandi. Það má ef til vill skýra með lægð í greininni undanfarin ár, og svo því að byggingariðnaðurinn er gjarnan flokkaður með almennum iðnaði þegar verið er að mæla loftslagsáhrif og jafnvel orkunotkun. Áhrif hans eru til dæmis ekki tekinn sérstaklega út í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar um það hvernig draga megi úr kolefnismengun hér á landi. En nú er farið að rofa til á byggingarmarkaði eins og sjá mátti á kynningarfundi Reykjavíkurborgar um uppbyggingaráform fyrir skömmu, og er það ekki síst vegna vegna síaukinnar og vaxandi eftirspurnar á hentugu húsnæði fyrir ungt fólk . En það skiptir máli hvernig byggt er. Bæði almenningur og fyrirtæki eru smám saman að verða æ meðvitaðri um samfélagslega ábyrgð og mikilvægi þess að lágmarka eins og kostur er umhverfisáhrif framkvæmda og gildir þá einu hvort um er að ræða stórar opinberar framkvæmdir, hefðbundnar húsbyggingar fyrir einstaklinga eða jafnvel endurbætur á eldra húsnæði. Þá vakna upp spurningar eins og þær hvort það hafi raunveruleg áhrif á endingu mannvirkis og kostnað framkvæmdar ef við veljum vistvænar og vottaðar byggingavörur umfram aðrar og hvort að aðferðafræði vistvænnar hönnunar hafi áhrif á gæði innilofts og þar með heilsu okkar og vellíðan.Ný tækifæri fylgja breyttum viðmiðumÍ nágrannalöndum okkar hafa þessi mál verið í mikilli þróun undanfarin ár, einkum í þeim löndum þar sem notkun svokallaðra vistvottunarkerfa fyrir bæði byggingar og skipulag er orðinn nokkuð algeng, eins og til dæmis í Noregi og Svíþjóð. Það er óhætt að fullyrða að notkun vistvottunarkerfa fyrir byggingarþar sem þess er krafist að gerð sé grein fyrir bæði uppruna byggingavöru og sett fram vottorð um lífsferilsgreiningu þeirra efna sem notuð eru auk ýmissa annarra þátta eins og lágmörkun orkunotkunarhafi á tiltölulega skömmum tíma stóraukið þekkingu bæði fagfólks og almennings á umhverfisáhrifum bygginga og leiðum til að draga úr þeim. Þessi þróun er að eiga sér stað hér á landi einkum þó þegar kemur að stærri framkvæmdum og má til dæmis nefna verkefni eins og vistvottað fangelsi á Hólmsheiði og nýjan framhaldsskóla í Mosfellsbæ sem dæmi um vistvottaðar byggingar þar sem þessari aðferðarfræði er beitt. Ef vilji er fyrir hendi þá eru ýmsar leiðir færar til að hafa áhrif á þessa þróun, umfram það að gera kröfu um notkun vistvottunarkerfa við stærri framkvæmdir. Fjárhagslegir hvatar geta verið mjög öflug leið til að stýra neyslu samanber lækkun vörugjalda og tolla á bifreiðar sem nota vistvæna orkugjafa. Síðustu áramót voru felld niður vörugjöld af byggingavörum sem er vel, en það mætti í kjölfarið skoða það að lækka virðisaukaskatt á byggingavörum sem eru umhverfisvottaðar með alþjóðlegum merkjum og í samræmi við viðurkennda staðla. Það myndi án efa auka eftirspurn og þar með hafa áhrif á framboð á vistvænum byggingavörum hér á landi. Þá gætu sveitarfélög skoðað möguleika á annars konar ívilnunum í formi lægri gjalda á vistvottað húsnæði auk þess að fjárfestar, bankar og tryggingafélög geta endurskoðað áhættumat fjárfestinga sem eru með umhverfisvottun og til dæmis lækkað vexti og markvisst veitt auknu fjármagni í grænar fjárfestingar. Vistbyggðarráð sem er samstarfsvettvangur um vistvæna þróun manngerðs umhverfis á Íslandi er tilbúið að leggja sitt af mörkunum við að skoða hvers konar ívilnanir verið er að vinna að í nágrannalöndum okkar og í kjölfarið að leggja til leiðir sem hafa jákvæð áhrif til lengri tíma í samvinnu við stjórnvöld og lykilaðila á markaði.Visferilshugsun og vönduð hönnun er nefnilega ekki bara æskileg út frá umhverfissjónarmiði. Ávinningurinn kemur einnig fram í aukinni hagkvæmni framkvæmda, gæðum húsnæðis og þar með virði þeirra verðmæta sem felast í okkar byggða umhverfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Á heimsvísu er talið að byggingariðnaðurinn sé ábyrgur fyrir um 30% af losun gróðurhúsalofttegunda og noti um 40% af framleiddri orku í heiminum. Af þessu má sjá að í umræðunni sem nú fer fram í tengslum við loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna í París, þá er aukin umhverfisvitund í byggingariðnaði mikilvægur þáttur sem þjóðir heims þurfa að huga að þótt ekki hafi hann fengið mikla umfjöllun hér á landi í þessu sambandi. Það má ef til vill skýra með lægð í greininni undanfarin ár, og svo því að byggingariðnaðurinn er gjarnan flokkaður með almennum iðnaði þegar verið er að mæla loftslagsáhrif og jafnvel orkunotkun. Áhrif hans eru til dæmis ekki tekinn sérstaklega út í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar um það hvernig draga megi úr kolefnismengun hér á landi. En nú er farið að rofa til á byggingarmarkaði eins og sjá mátti á kynningarfundi Reykjavíkurborgar um uppbyggingaráform fyrir skömmu, og er það ekki síst vegna vegna síaukinnar og vaxandi eftirspurnar á hentugu húsnæði fyrir ungt fólk . En það skiptir máli hvernig byggt er. Bæði almenningur og fyrirtæki eru smám saman að verða æ meðvitaðri um samfélagslega ábyrgð og mikilvægi þess að lágmarka eins og kostur er umhverfisáhrif framkvæmda og gildir þá einu hvort um er að ræða stórar opinberar framkvæmdir, hefðbundnar húsbyggingar fyrir einstaklinga eða jafnvel endurbætur á eldra húsnæði. Þá vakna upp spurningar eins og þær hvort það hafi raunveruleg áhrif á endingu mannvirkis og kostnað framkvæmdar ef við veljum vistvænar og vottaðar byggingavörur umfram aðrar og hvort að aðferðafræði vistvænnar hönnunar hafi áhrif á gæði innilofts og þar með heilsu okkar og vellíðan.Ný tækifæri fylgja breyttum viðmiðumÍ nágrannalöndum okkar hafa þessi mál verið í mikilli þróun undanfarin ár, einkum í þeim löndum þar sem notkun svokallaðra vistvottunarkerfa fyrir bæði byggingar og skipulag er orðinn nokkuð algeng, eins og til dæmis í Noregi og Svíþjóð. Það er óhætt að fullyrða að notkun vistvottunarkerfa fyrir byggingarþar sem þess er krafist að gerð sé grein fyrir bæði uppruna byggingavöru og sett fram vottorð um lífsferilsgreiningu þeirra efna sem notuð eru auk ýmissa annarra þátta eins og lágmörkun orkunotkunarhafi á tiltölulega skömmum tíma stóraukið þekkingu bæði fagfólks og almennings á umhverfisáhrifum bygginga og leiðum til að draga úr þeim. Þessi þróun er að eiga sér stað hér á landi einkum þó þegar kemur að stærri framkvæmdum og má til dæmis nefna verkefni eins og vistvottað fangelsi á Hólmsheiði og nýjan framhaldsskóla í Mosfellsbæ sem dæmi um vistvottaðar byggingar þar sem þessari aðferðarfræði er beitt. Ef vilji er fyrir hendi þá eru ýmsar leiðir færar til að hafa áhrif á þessa þróun, umfram það að gera kröfu um notkun vistvottunarkerfa við stærri framkvæmdir. Fjárhagslegir hvatar geta verið mjög öflug leið til að stýra neyslu samanber lækkun vörugjalda og tolla á bifreiðar sem nota vistvæna orkugjafa. Síðustu áramót voru felld niður vörugjöld af byggingavörum sem er vel, en það mætti í kjölfarið skoða það að lækka virðisaukaskatt á byggingavörum sem eru umhverfisvottaðar með alþjóðlegum merkjum og í samræmi við viðurkennda staðla. Það myndi án efa auka eftirspurn og þar með hafa áhrif á framboð á vistvænum byggingavörum hér á landi. Þá gætu sveitarfélög skoðað möguleika á annars konar ívilnunum í formi lægri gjalda á vistvottað húsnæði auk þess að fjárfestar, bankar og tryggingafélög geta endurskoðað áhættumat fjárfestinga sem eru með umhverfisvottun og til dæmis lækkað vexti og markvisst veitt auknu fjármagni í grænar fjárfestingar. Vistbyggðarráð sem er samstarfsvettvangur um vistvæna þróun manngerðs umhverfis á Íslandi er tilbúið að leggja sitt af mörkunum við að skoða hvers konar ívilnanir verið er að vinna að í nágrannalöndum okkar og í kjölfarið að leggja til leiðir sem hafa jákvæð áhrif til lengri tíma í samvinnu við stjórnvöld og lykilaðila á markaði.Visferilshugsun og vönduð hönnun er nefnilega ekki bara æskileg út frá umhverfissjónarmiði. Ávinningurinn kemur einnig fram í aukinni hagkvæmni framkvæmda, gæðum húsnæðis og þar með virði þeirra verðmæta sem felast í okkar byggða umhverfi.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar