Erlent

Kallaði Obama „pussy“ í beinni útsendingu á Fox

Samúel Karl Ólason skrifar
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA
„Sjáðu til herra forseti. Við erum ekki hrædd, við erum reið. Við erum mjög reið! Við erum ofsareið. Við viljum að þú bregðist við! Við viljum að þú gerir eitthvað! Þú ert hræddur! Þessi maður er algjör heigull.“ Þetta sagði viðmælandi Stuart Varney hjá Fox News í gær.

Ralph Peters, er fyrrverandi hermaður og reglulegur viðmælandi sjónvarpsstöðvarinnar. Hann var fenginn í viðtal eftir ræðu Obama í gær vegna árásarinnar í San Bernardino þar sem 14 létu lífið.

Í ræðu sinni sagði forsetinn að frelsi væri kröftugra en ótti. Hann sagði einnig að Bandaríkin myndu gereyða ISIS.

Peters hefur nú verið settur í tveggja vikna leyfi frá Fox. Sömuleiðis hefur fréttakonunni Stacey Dash verið vikið frá í tvær vikur eftir að hún sagði að Obama „væri skítsama“.

Ralph Peters Stacey Dash Ræða Obama.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×