Myndband af árásunum var birt á Youtube-síðu Varnarmálaráðuneytis Rússlands.
Rússar hafa nú í fyrsta sinn skotið flugskeytum að Sýrlandi frá kafbáti. Fjölda skeyta af tegundinni Kalibr var skotið úr kafbáti sem staðsettur var í Miðjarðarhafinu. SergeiShoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, segir að skeytunum hafi verið skotið að tveimur vígum Íslamska ríkisins nærri borginni Raqqa.
Myndband af árásunum var birt á Youtube-síðu Varnarmálaráðuneytis Rússlands.
Samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem rekin er af rússneska ríkinu, er þetta einnig í fyrsta sinn sem sambærilegum skeytum er skotið frá kafbáti í Miðjarðarhafinu.