Man. United í Evrópudeildina en Man. City vann riðilinn | Úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2015 22:15 Manchester United datt út úr Meistaradeildinni í kvöld. vísir/getty Það voru ólík hlutskipti hjá Manchester-liðunum í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld en á meðan Manchester City tryggði sér sigur í sínum riðli þá eru nágrannarnir úr Manchester United úr leik. Manchester United tapaði 3-2 á móti Wolfsburg á sama tíma og PSV Eindhoven vann CSKA Moskva. Þau úrslit þýða að Wolfsburg vann riðilinn og PSV Eindhoven náði öðru sætinu. Manchester United þarf að fara í Evrópudeildina eftir áramót. B-riðillinn var eini riðilinn þar sem voru laus sæti í sextán liða úrslitin. Cristiano Ronaldo skoraði fernu og fyrsti leikur Kára Árnasonar sem fyrirliði Malmö endaði með 8-0 tapi fyrir Real Madrid á Santiago Bernebau. Paris Saint Germain vann sinn leik en Real Madrid var búið að vinna A-riðilinn. Atlético Madrid vann 2-1 útisigur á Benfica og tryggði sér sigur í C-riðlinum. Astana komst yfir á móti Galatasaray og var á leiðinni í Evrópudeildina en Tyrkirnir jöfnuðu og tryggðu sér með því þriðja sætið. Manchester City var 2-1 undir á heimavelli á móti Borussia Mönchengladbach en skoraði þrjú mörk á síðustu tíu mínútum leiksins og tryggði sér þar með 4-2 sigur og sigur í D-riðlinum. Sevilla vann Juventus 1-0 á sama tíma með marki Fernando Llorente en þessi úrslit þýða að Sevilla fer í Evrópudeildina á kostnað Gladbach.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillReal Madrid - Malmö 8-0 1-0 Karim Benzema (12.), 2-0 Karim Benzema (24.), 3-0 Cristiano Ronaldo (39.), 4-0 Cristiano Ronaldo (47.), 5-0 Cristiano Ronaldo (50.), 6-0 Cristiano Ronaldo (59.), 7-0 Mateo Kovacic (70.), 8-0 Karim Benzema (74.).Paris Saint-Germain - Shakhtar Donetsk 2-0 1-0 Lucas Moura (57.), 2-0 Zlatan Ibrahimović (86.)Lokastaða liða: Real 16, PSG 13, Shakhtar 3, Malmö 3.B-riðillWolfsburg - Manchester United 3-2 0-1 Anthony Martial (10.), 1-1 Naldo (13.), 2-1 Vieirinha (29.), 2-2 Sjálfsmark (82.), 3-2 Naldo (84.).PSV Eindhoven - CSKA Moskva 2-1 0-1 Sergey Ignashevich (76.), 1-1 Luuk de Jong (78.), 2-1 Davy Pröpper (86.)Lokastaða liða: Wolfsburg 12, PSV 10, United 8, CSKA 4.C-riðillBenfica - Atlético Madrid 1-2 0-1 Saúl (33.), 1-1 Luciano Vietto (55.), 1-2 Konstantinos Mitroglou (75.)Galatasaray - Astana 1-1 0-1 Patrick Twumasi (62.), 1-1 Burak Yilmaz (64.)Lokastaða liða: Atlético 13, Benfica 10, Galatasaray 5, Astana 4.D-riðillManchester City - Borussia Mönchengladbach 4-2 1-0 David Silva (16.), 1-1 Julian Korb (19.), 1-2 , 2-2 Raheem Sterling (80.), 3-2 Raheem Sterling (81.), 4-2 Wilfried Bony (85.)Sevilla - Juventus 1-0 1-0 Fernando Llorente (65.).Lokastaða liða: City 12, Juventus 11, Sevilla 6, Gladbach 5 Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sjá meira
Það voru ólík hlutskipti hjá Manchester-liðunum í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld en á meðan Manchester City tryggði sér sigur í sínum riðli þá eru nágrannarnir úr Manchester United úr leik. Manchester United tapaði 3-2 á móti Wolfsburg á sama tíma og PSV Eindhoven vann CSKA Moskva. Þau úrslit þýða að Wolfsburg vann riðilinn og PSV Eindhoven náði öðru sætinu. Manchester United þarf að fara í Evrópudeildina eftir áramót. B-riðillinn var eini riðilinn þar sem voru laus sæti í sextán liða úrslitin. Cristiano Ronaldo skoraði fernu og fyrsti leikur Kára Árnasonar sem fyrirliði Malmö endaði með 8-0 tapi fyrir Real Madrid á Santiago Bernebau. Paris Saint Germain vann sinn leik en Real Madrid var búið að vinna A-riðilinn. Atlético Madrid vann 2-1 útisigur á Benfica og tryggði sér sigur í C-riðlinum. Astana komst yfir á móti Galatasaray og var á leiðinni í Evrópudeildina en Tyrkirnir jöfnuðu og tryggðu sér með því þriðja sætið. Manchester City var 2-1 undir á heimavelli á móti Borussia Mönchengladbach en skoraði þrjú mörk á síðustu tíu mínútum leiksins og tryggði sér þar með 4-2 sigur og sigur í D-riðlinum. Sevilla vann Juventus 1-0 á sama tíma með marki Fernando Llorente en þessi úrslit þýða að Sevilla fer í Evrópudeildina á kostnað Gladbach.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillReal Madrid - Malmö 8-0 1-0 Karim Benzema (12.), 2-0 Karim Benzema (24.), 3-0 Cristiano Ronaldo (39.), 4-0 Cristiano Ronaldo (47.), 5-0 Cristiano Ronaldo (50.), 6-0 Cristiano Ronaldo (59.), 7-0 Mateo Kovacic (70.), 8-0 Karim Benzema (74.).Paris Saint-Germain - Shakhtar Donetsk 2-0 1-0 Lucas Moura (57.), 2-0 Zlatan Ibrahimović (86.)Lokastaða liða: Real 16, PSG 13, Shakhtar 3, Malmö 3.B-riðillWolfsburg - Manchester United 3-2 0-1 Anthony Martial (10.), 1-1 Naldo (13.), 2-1 Vieirinha (29.), 2-2 Sjálfsmark (82.), 3-2 Naldo (84.).PSV Eindhoven - CSKA Moskva 2-1 0-1 Sergey Ignashevich (76.), 1-1 Luuk de Jong (78.), 2-1 Davy Pröpper (86.)Lokastaða liða: Wolfsburg 12, PSV 10, United 8, CSKA 4.C-riðillBenfica - Atlético Madrid 1-2 0-1 Saúl (33.), 1-1 Luciano Vietto (55.), 1-2 Konstantinos Mitroglou (75.)Galatasaray - Astana 1-1 0-1 Patrick Twumasi (62.), 1-1 Burak Yilmaz (64.)Lokastaða liða: Atlético 13, Benfica 10, Galatasaray 5, Astana 4.D-riðillManchester City - Borussia Mönchengladbach 4-2 1-0 David Silva (16.), 1-1 Julian Korb (19.), 1-2 , 2-2 Raheem Sterling (80.), 3-2 Raheem Sterling (81.), 4-2 Wilfried Bony (85.)Sevilla - Juventus 1-0 1-0 Fernando Llorente (65.).Lokastaða liða: City 12, Juventus 11, Sevilla 6, Gladbach 5
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sjá meira