Malik og Farook komu til Chicago í júlí 2014 Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2015 13:29 Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook komu til Bandaríkjanna í Chicago í júlí á síðasta ári eftir heimsókn Farook til Sádi-Arabíu. Mynd/Bandaríska landamæraeftirlitið Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook komu til Bandaríkjanna í Chicago í júlí á síðasta ári eftir heimsókn Farook til Sádi-Arabíu. Parið skaut fjórtán manns til bana á jólaskemmtun í San Bernardino í Kaliforníu í síðustu viku. Bandarísk yfirvöld hafa nú birt mynd úr öryggismyndavél á flugvellinum í Chicago þar sem þau sjást fara í gegnum vegabréfaeftirlit. Parið var þá nýkomið frá Sádi-Arabíu þar sem þau höfðu gift sig og farið í pílagrímsferð til Mekka.Að sögn AP hafði parið orðið róttækt í skoðunum yfir lengri tíma og stundað skotæfingar á skotæfingasvæðum í Bandaríkjunum. Síðasta æfingin hafi verið einungis fjórum dögum áður en þeir skutu fjórtán og særðu 21 á jólaveislu vinnustaðar Farook í San Bernardino í Kaliforníu.Starfaði sem eftirlitsmaðurFarook starfaði sem eftirlitsmaður á veitingastöðum í San Bernardino. Hann var fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum af pakistönskum foreldrum sínum. Malik var pakistanskur innflytjandi sem kom til Bandaríkjanna og fékk dvalarleyfi eftir að hafa kvænst Farook. Farook og Malik féllu nokkrum klukkutímum eftir árásina eftir skotbardaga við lögreglu.Bróðirinn ötull baráttumaður gegn hryðjuverkumÁ sama tíma og Farook varð æ róttækari í skoðunum sínum hafði eldri bróðir hans – Syed Raheed Farook – unnið ötullega gegn hryðjuverkum. Reuters greinir frá því að eldri Farook-bróðirinn hafi fengið tvær viðurkenningar frá bandaríska sjóhernum fyrir framlag sitt í stríðinu gegn hryðjuverkum.Sjá einnig: Fjöldamorðin í Kaliforníu: Parið var nýbúið að eignast sitt fyrsta barn Bræðurnir ólust báðir upp undir sama þaki, fóru í sama skóla og áttu marga sameiginlega vini. Enn er ekki vitað hvað olli því að yngri bróðirinn varð róttækur í skoðunum sínum. Shakib Ahmed, vinur bræðranna, segir í samtali við Reuters að yngri Farook-bróðirinn hafi verið alvarlegri og trúaðri en eldri bróðirinn. Einungis eldri bróðirinn gat fengið þann yngri til að breyta skapi. „Hann var vingjarnlegur við allra, en var ráðandi í eðli sínu. Hann gat öskrað á bróður sinn,“ segir Ahmed.Hittust á stefnumótasíðuSkömmu fyrir árásina í síðustu viku lýsti Malik trúmennsku við leiðtoga ISIS-samtakanna. Í enskumælandi útvarpsþætti ISIS-samtakanna er parinu lýst sem „hermönnum kalífadæmisins“ sem „féllu á vegi Allah“, segir AFP. James Comey, yfirmaður FBI, hefur áður sagt að ekkert bendi til þess að ISIS hafi skipulagt árásina með beinum hætti.Sjá einnig: Parið í San Bernardino var með vopnabúr á heimili sínu Reuters greinir frá því að Farook hafi skráð sig á stefnumótasíðu fyrir múslima árið 2013 þar sem hann sagðist vera að læra Kóraninn utanbókar og að hann leitaði að konu sem „tæki trú sína alvarlega og reyndi alltaf að bæta sig í trúnni og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama.“ Þau Malik og Farook áttu saman sex mánaða gamalt barn. Tengdar fréttir Parið í San Bernardino var með vopnabúr á heimili sínu „Það var greinilega eitthvað í bígerð.“ 3. desember 2015 00:01 Obama segir þjóðina ekki láta skotárásina skelfa sig Skotárás á jólaveislu starfsfólks miðstöðvar fyrir fólk með þroskahömlun rannsökuð sem hryðjuverk. 5. desember 2015 14:24 Fjöldamorðin í Kaliforníu: Parið var nýbúið að eignast sitt fyrsta barn Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook skutu fjórtán manns til bana og særðu sautján í San Bernardino í Kaliforníu í gær. 3. desember 2015 10:54 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Sjá meira
Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook komu til Bandaríkjanna í Chicago í júlí á síðasta ári eftir heimsókn Farook til Sádi-Arabíu. Parið skaut fjórtán manns til bana á jólaskemmtun í San Bernardino í Kaliforníu í síðustu viku. Bandarísk yfirvöld hafa nú birt mynd úr öryggismyndavél á flugvellinum í Chicago þar sem þau sjást fara í gegnum vegabréfaeftirlit. Parið var þá nýkomið frá Sádi-Arabíu þar sem þau höfðu gift sig og farið í pílagrímsferð til Mekka.Að sögn AP hafði parið orðið róttækt í skoðunum yfir lengri tíma og stundað skotæfingar á skotæfingasvæðum í Bandaríkjunum. Síðasta æfingin hafi verið einungis fjórum dögum áður en þeir skutu fjórtán og særðu 21 á jólaveislu vinnustaðar Farook í San Bernardino í Kaliforníu.Starfaði sem eftirlitsmaðurFarook starfaði sem eftirlitsmaður á veitingastöðum í San Bernardino. Hann var fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum af pakistönskum foreldrum sínum. Malik var pakistanskur innflytjandi sem kom til Bandaríkjanna og fékk dvalarleyfi eftir að hafa kvænst Farook. Farook og Malik féllu nokkrum klukkutímum eftir árásina eftir skotbardaga við lögreglu.Bróðirinn ötull baráttumaður gegn hryðjuverkumÁ sama tíma og Farook varð æ róttækari í skoðunum sínum hafði eldri bróðir hans – Syed Raheed Farook – unnið ötullega gegn hryðjuverkum. Reuters greinir frá því að eldri Farook-bróðirinn hafi fengið tvær viðurkenningar frá bandaríska sjóhernum fyrir framlag sitt í stríðinu gegn hryðjuverkum.Sjá einnig: Fjöldamorðin í Kaliforníu: Parið var nýbúið að eignast sitt fyrsta barn Bræðurnir ólust báðir upp undir sama þaki, fóru í sama skóla og áttu marga sameiginlega vini. Enn er ekki vitað hvað olli því að yngri bróðirinn varð róttækur í skoðunum sínum. Shakib Ahmed, vinur bræðranna, segir í samtali við Reuters að yngri Farook-bróðirinn hafi verið alvarlegri og trúaðri en eldri bróðirinn. Einungis eldri bróðirinn gat fengið þann yngri til að breyta skapi. „Hann var vingjarnlegur við allra, en var ráðandi í eðli sínu. Hann gat öskrað á bróður sinn,“ segir Ahmed.Hittust á stefnumótasíðuSkömmu fyrir árásina í síðustu viku lýsti Malik trúmennsku við leiðtoga ISIS-samtakanna. Í enskumælandi útvarpsþætti ISIS-samtakanna er parinu lýst sem „hermönnum kalífadæmisins“ sem „féllu á vegi Allah“, segir AFP. James Comey, yfirmaður FBI, hefur áður sagt að ekkert bendi til þess að ISIS hafi skipulagt árásina með beinum hætti.Sjá einnig: Parið í San Bernardino var með vopnabúr á heimili sínu Reuters greinir frá því að Farook hafi skráð sig á stefnumótasíðu fyrir múslima árið 2013 þar sem hann sagðist vera að læra Kóraninn utanbókar og að hann leitaði að konu sem „tæki trú sína alvarlega og reyndi alltaf að bæta sig í trúnni og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama.“ Þau Malik og Farook áttu saman sex mánaða gamalt barn.
Tengdar fréttir Parið í San Bernardino var með vopnabúr á heimili sínu „Það var greinilega eitthvað í bígerð.“ 3. desember 2015 00:01 Obama segir þjóðina ekki láta skotárásina skelfa sig Skotárás á jólaveislu starfsfólks miðstöðvar fyrir fólk með þroskahömlun rannsökuð sem hryðjuverk. 5. desember 2015 14:24 Fjöldamorðin í Kaliforníu: Parið var nýbúið að eignast sitt fyrsta barn Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook skutu fjórtán manns til bana og særðu sautján í San Bernardino í Kaliforníu í gær. 3. desember 2015 10:54 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Sjá meira
Parið í San Bernardino var með vopnabúr á heimili sínu „Það var greinilega eitthvað í bígerð.“ 3. desember 2015 00:01
Obama segir þjóðina ekki láta skotárásina skelfa sig Skotárás á jólaveislu starfsfólks miðstöðvar fyrir fólk með þroskahömlun rannsökuð sem hryðjuverk. 5. desember 2015 14:24
Fjöldamorðin í Kaliforníu: Parið var nýbúið að eignast sitt fyrsta barn Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook skutu fjórtán manns til bana og særðu sautján í San Bernardino í Kaliforníu í gær. 3. desember 2015 10:54