Sjá einnig: Miðbær Akureyrar minnir helst á hálendið

Rafmagn datt aftur út af Austurlandi að hluta, eftir að hafa komið inn um hálf tólf í gærkvöldi.
Varastöðin í Bolungarvík er komin í rekstur og uppbygging flutningskerfis á norðanverðum Vestfjörðum hafin. Enn er þó ekki komið rafmagn á þar. Komið hefur í ljós að bilun er í tengivirkinu í Breiðadal við Önundarfjörð en vegna veðurs er ekki hægt að senda menn þangað. Áfram verður því rafmagnslaust þar.
Tekist hefur að koma Prestbakkalínu á milli Prestbakka og Hóla í rekstur og er rafmagn því væntanlegt til notenda út frá Hólum í Hornafirði og Teigarhorni við Djúpavog. Línan á milli Teigarhorns og Hryggstekks er hins vegar enn úti en viðgerðarmenn eru á leiðinni þangað með snjóbíl.

Farsímasendar á Hryggjum, Jökulsárlóni, Öndverðarnesi og Vaðöldu eru einnig úti en vegna línubilana. Farsímasendar á Þórólfsfelli, Selmýri, Vík, Hraunhóli, Skógum, Rauðuskriðu og Svínadal keyra á varaafli.
Í talsímakerfi eru Brautarholt á Skeiðum, Árnes, Goðaland og Vík stöðvar á varaafli. Bæði er um að ræða bilanir og rafmagnsleysi.
Til viðbótar eru truflanir á örbylgjusendum.
Uppfært klukkan 00.54
