Dirk fékk að dansa yfir skrefaregluna í NBA-deildinni | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2015 23:30 Dirk Nowitzki. Vísir/EPA Allar reglur um stöðufót virðast fara út um veður og vind þegar kemur að þýsku körfuboltagoðsögninni Dirk Nowitzki. Dirk Nowitzki er orðinn 37 ára gamall og hann er á sínu átjánda tímabili í NBA-deildinni þar sem hann hefur spilað allan sinn feril með Dallas Mavericks. Nowitzki var með 16 stig, 10 fráköst og 4 stoðsendingar þegar Dallas Mavericks tapaði 100-96 á heimavelli í Texasslag á móti Houston Rockets á dögunum. Það sem vakti þó einna mesta athygli úr þessum leik þegar Dirk Nowitzki fékk hreinlega að dansa með boltann í höndunum þegar James Harden var að reyna að dekka kappann. James Harden er sautján sentímetrum lægri en Dirk og langt frá því að vera í hópi bestu varnarmanna NBA-deildarinnar. Hann mátti því ekki við því að Þjóðverjinn fengi að fara svona frjálslega með skrefaregluna. James Harden hafði samt betur á endanum. hann skoraði fleiri stig (25) en Dirk Nowitzki og gaf líka fleiri stoðsendingar (9) í leiknum. Það sem skipti síðan aðalmáli er að James Harden og félagar í Houston Rockets unnu leikinn. Dallas Mavericks hefur unnið 12 leiki af 21 í byrjun tímabilsins og er eins og er í fjórða sæti Vesturdeildarinnar. Dirk Nowitzki er að skora 17,5 stig í leik og hitta úr 50,2 prósent skota sinna sem eru aðeins hærri tölur en í fyrra. Dansinn hans Dirk Nowitzki fór ekkert framhjá fólkinu á The Senior Basketball Analyst sem settu myndbrot með þessari löglegu en samt ólöglegu hreyfingu Dirk Nowitzki inn á Vine-síðu sína. Hún er hér fyrir neðan og þar er sjón sögu ríkari. NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Diljá Ýr búin að semja við Brann Fótbolti Fleiri fréttir Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Sjá meira
Allar reglur um stöðufót virðast fara út um veður og vind þegar kemur að þýsku körfuboltagoðsögninni Dirk Nowitzki. Dirk Nowitzki er orðinn 37 ára gamall og hann er á sínu átjánda tímabili í NBA-deildinni þar sem hann hefur spilað allan sinn feril með Dallas Mavericks. Nowitzki var með 16 stig, 10 fráköst og 4 stoðsendingar þegar Dallas Mavericks tapaði 100-96 á heimavelli í Texasslag á móti Houston Rockets á dögunum. Það sem vakti þó einna mesta athygli úr þessum leik þegar Dirk Nowitzki fékk hreinlega að dansa með boltann í höndunum þegar James Harden var að reyna að dekka kappann. James Harden er sautján sentímetrum lægri en Dirk og langt frá því að vera í hópi bestu varnarmanna NBA-deildarinnar. Hann mátti því ekki við því að Þjóðverjinn fengi að fara svona frjálslega með skrefaregluna. James Harden hafði samt betur á endanum. hann skoraði fleiri stig (25) en Dirk Nowitzki og gaf líka fleiri stoðsendingar (9) í leiknum. Það sem skipti síðan aðalmáli er að James Harden og félagar í Houston Rockets unnu leikinn. Dallas Mavericks hefur unnið 12 leiki af 21 í byrjun tímabilsins og er eins og er í fjórða sæti Vesturdeildarinnar. Dirk Nowitzki er að skora 17,5 stig í leik og hitta úr 50,2 prósent skota sinna sem eru aðeins hærri tölur en í fyrra. Dansinn hans Dirk Nowitzki fór ekkert framhjá fólkinu á The Senior Basketball Analyst sem settu myndbrot með þessari löglegu en samt ólöglegu hreyfingu Dirk Nowitzki inn á Vine-síðu sína. Hún er hér fyrir neðan og þar er sjón sögu ríkari.
NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Diljá Ýr búin að semja við Brann Fótbolti Fleiri fréttir Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Sjá meira