Þarf Volkswagen að selja Bentley eða Lamborghini? Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2015 15:15 Bentley Continental GT. wikipedia Í kjölfar dísilvélasvindls Volkswagen hefur fyrirtækið tekið 21 milljarða dollara lán til að mæta þeim sektum sem yfirvofandi eru. Ef Volkswagen getur ekki greitt lánið til baka gæti farið svo að fyrirtækið neyðist til að selja einhver af bílamerkjum sínum og þá eru helst nefnd lúxusbílafyrirtækin Bentley og Lamborghini. Volkswagen hefur einmitt upplýst lánveitandann um að svo gæti farið. Vörubíla- og rútuframleiðandinn MAN hefur einnig verið nefnt sem fyrirtæki sem Volkswagen gæti selt uppí skuldir, sem og mótorhjólaframleiðandinn Ducati. Volkswagen hefur þegar sett 6 milljarða evra til hliðar úr eigin sjóðum til að mæta sektargreiðslum og hefur ákveðið að skera niður þróunarkostnað næsta árs um eina milljón evra. Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent
Í kjölfar dísilvélasvindls Volkswagen hefur fyrirtækið tekið 21 milljarða dollara lán til að mæta þeim sektum sem yfirvofandi eru. Ef Volkswagen getur ekki greitt lánið til baka gæti farið svo að fyrirtækið neyðist til að selja einhver af bílamerkjum sínum og þá eru helst nefnd lúxusbílafyrirtækin Bentley og Lamborghini. Volkswagen hefur einmitt upplýst lánveitandann um að svo gæti farið. Vörubíla- og rútuframleiðandinn MAN hefur einnig verið nefnt sem fyrirtæki sem Volkswagen gæti selt uppí skuldir, sem og mótorhjólaframleiðandinn Ducati. Volkswagen hefur þegar sett 6 milljarða evra til hliðar úr eigin sjóðum til að mæta sektargreiðslum og hefur ákveðið að skera niður þróunarkostnað næsta árs um eina milljón evra.
Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent