Þarf Volkswagen að selja Bentley eða Lamborghini? Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2015 15:15 Bentley Continental GT. wikipedia Í kjölfar dísilvélasvindls Volkswagen hefur fyrirtækið tekið 21 milljarða dollara lán til að mæta þeim sektum sem yfirvofandi eru. Ef Volkswagen getur ekki greitt lánið til baka gæti farið svo að fyrirtækið neyðist til að selja einhver af bílamerkjum sínum og þá eru helst nefnd lúxusbílafyrirtækin Bentley og Lamborghini. Volkswagen hefur einmitt upplýst lánveitandann um að svo gæti farið. Vörubíla- og rútuframleiðandinn MAN hefur einnig verið nefnt sem fyrirtæki sem Volkswagen gæti selt uppí skuldir, sem og mótorhjólaframleiðandinn Ducati. Volkswagen hefur þegar sett 6 milljarða evra til hliðar úr eigin sjóðum til að mæta sektargreiðslum og hefur ákveðið að skera niður þróunarkostnað næsta árs um eina milljón evra. Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent
Í kjölfar dísilvélasvindls Volkswagen hefur fyrirtækið tekið 21 milljarða dollara lán til að mæta þeim sektum sem yfirvofandi eru. Ef Volkswagen getur ekki greitt lánið til baka gæti farið svo að fyrirtækið neyðist til að selja einhver af bílamerkjum sínum og þá eru helst nefnd lúxusbílafyrirtækin Bentley og Lamborghini. Volkswagen hefur einmitt upplýst lánveitandann um að svo gæti farið. Vörubíla- og rútuframleiðandinn MAN hefur einnig verið nefnt sem fyrirtæki sem Volkswagen gæti selt uppí skuldir, sem og mótorhjólaframleiðandinn Ducati. Volkswagen hefur þegar sett 6 milljarða evra til hliðar úr eigin sjóðum til að mæta sektargreiðslum og hefur ákveðið að skera niður þróunarkostnað næsta árs um eina milljón evra.
Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent