Subaru WRX STI Hybrid Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2015 13:25 Subaru WRX Concept gefur tóninn fyrir útlit næstu kynslóðar WRX. Subaru mun útbúa næstu kynslóð sportbílsins Impreza WRX STI með Hybrid tækni. Því bætast í hann rafmótorar til aðstoðar öflugri brunavélinni og saman verður þessi aflrás að minnsta kosti 326 hestöfl. Ennfremur fær bíllinn nýja 6 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum og nýjan undirvagn. Brunavélin í bílnum verður 2,0 lítra boxer vél með forþjöppu. Með tilkomu Hybrid tækninnar lækkar eyðsla bílsins verulega og verður 6,5 lítrar á hverja 100 kílómetra. Rafmótorar bílsins verða staðsettir við afturöxulinn og drífa áfram afturhjólin en allt afl brunavélarinnar fer í að drífa framhjólin. Næsta kynslóð Subaru WRX STI kemur á markað árið 2017 og verður hann nú fyrsta sinni búinn Eyesight öryggisbúnaðinum sem finna má í Subaru Outback. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent
Subaru mun útbúa næstu kynslóð sportbílsins Impreza WRX STI með Hybrid tækni. Því bætast í hann rafmótorar til aðstoðar öflugri brunavélinni og saman verður þessi aflrás að minnsta kosti 326 hestöfl. Ennfremur fær bíllinn nýja 6 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum og nýjan undirvagn. Brunavélin í bílnum verður 2,0 lítra boxer vél með forþjöppu. Með tilkomu Hybrid tækninnar lækkar eyðsla bílsins verulega og verður 6,5 lítrar á hverja 100 kílómetra. Rafmótorar bílsins verða staðsettir við afturöxulinn og drífa áfram afturhjólin en allt afl brunavélarinnar fer í að drífa framhjólin. Næsta kynslóð Subaru WRX STI kemur á markað árið 2017 og verður hann nú fyrsta sinni búinn Eyesight öryggisbúnaðinum sem finna má í Subaru Outback.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent