Grænt ljós á Porsche rafmagnsbíl Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2015 10:35 Porsche Mission E concept. worldcarfans Porsche hefur ýjað að smíði rafmagnsbíl síðustu misserin og nú berast þær fréttir úr herbúðum þeirra að tekin hafi verið ákvörðun um smíði slíks bíls. Porsche sýndi gestum á bílasýningunni í Frankfürt fyrr á þessu ári tilraunabílinn Mission E concept og verður rafmagnsbíllinn byggður á þeim hugmyndabíl. Porsche ætlar að byggja nýja verksmiðju þar sem þessi rafmagnsbíll verður smíðaður og fyrirtækið hyggst ráða 1.000 nýja starfsmenn til verksins. Verksmiðjan verður í höfuðstöðvum Porsche í Zuffenhausen í nágrenni Stuttgart. Ennfremur verður vélaverkmiðjunni í Zuffenhausen stækkuð svo þar megi smíða rafmótora. Mission E hugmyndabíllinn er á stærð við Porsche Panamera og er ekki búist við því að rafmagnsbíllinn verði mikið breyttur frá grunngerð hugmyndabílsins. Aflið verður nægt í þessum rafmagnsbíl eins og búast má við af Porsche bíl. Hann verður 600 hestöfl og er aðeins 3,5 sekúndur að ná 100 km hraða og 12 sekúndur að ná 200 km hraða. Rafhlöður bílsins má hlaða að 80% leiti á aðeins 15 mínútum og þá má aka honum 400 km, en fullhlaðinn kemst hann 500 km. Bíllinn verður fjórhjóladrifinn og fjórhjólastýrður að auki.Porsche Mission E concept er á stærð við Porsche Panamera. Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent
Porsche hefur ýjað að smíði rafmagnsbíl síðustu misserin og nú berast þær fréttir úr herbúðum þeirra að tekin hafi verið ákvörðun um smíði slíks bíls. Porsche sýndi gestum á bílasýningunni í Frankfürt fyrr á þessu ári tilraunabílinn Mission E concept og verður rafmagnsbíllinn byggður á þeim hugmyndabíl. Porsche ætlar að byggja nýja verksmiðju þar sem þessi rafmagnsbíll verður smíðaður og fyrirtækið hyggst ráða 1.000 nýja starfsmenn til verksins. Verksmiðjan verður í höfuðstöðvum Porsche í Zuffenhausen í nágrenni Stuttgart. Ennfremur verður vélaverkmiðjunni í Zuffenhausen stækkuð svo þar megi smíða rafmótora. Mission E hugmyndabíllinn er á stærð við Porsche Panamera og er ekki búist við því að rafmagnsbíllinn verði mikið breyttur frá grunngerð hugmyndabílsins. Aflið verður nægt í þessum rafmagnsbíl eins og búast má við af Porsche bíl. Hann verður 600 hestöfl og er aðeins 3,5 sekúndur að ná 100 km hraða og 12 sekúndur að ná 200 km hraða. Rafhlöður bílsins má hlaða að 80% leiti á aðeins 15 mínútum og þá má aka honum 400 km, en fullhlaðinn kemst hann 500 km. Bíllinn verður fjórhjóladrifinn og fjórhjólastýrður að auki.Porsche Mission E concept er á stærð við Porsche Panamera.
Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent