„Ég vil biðja fólk að fara eftir þeim tilmælum sem gefin verða og fylgjast með upplýsingum á vefnum. Brýnt er að festa allt lauslegt og huga að niðurföllum. Þess má vænta að röskun verði á starfsemi sveitarfélaga á Suðurlandi og er íbúum bent á að fylgjast með tilkynningum á heimasíðum og facebook síðum þeirra“, segir Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri í Árborg og formaður Almannavarnarnefndar Árnessýslu vegna veðurofsans sem spáð er í dag og kvöld.
Í almannavarnarnefndinni eru sveitar- og bæjarstjórar í sýslunni og fulltrúar viðbragðsaðila, s.s. lögreglu, slökkviliðs, RKÍ og björgunarsveita.
„Nei, það er ekki gert ráð fyrir fundi í nefndinni, en allir aðilar eru í viðbragðsstöðu og lögregla miðlar upplýsingum frá Veðurstofu til sveitarstjóra jafnóðum og þær berast“, segir Ásta þegar hún var spurð hvort nefndin ætlaði að koma saman í dag.
Vegna veðursins hefur skólaakstri t.d. verðir flýtt í Árborg, Sundhöll Selfoss lokar kl. 14:00 og sundlaug Stokkseyrar verður lokuð í allan dag svo dæmi séu nefnd.
Almannavarnarnefnd Árnessýslu reiknar ekki með að koma saman vegna veðursins

Tengdar fréttir

Það sem þú þarft að vita um veðrið
Stefnir í ofsaveður eða fárviðri á landinu öllu í kvöld.

Fylgstu með óveðrinu koma
Gagnvirkt spákort sýnir hvernig vindurinn kemur að landinu.

Óveðrið: Aukafréttatími á Stöð 2 kl.12 á hádegi
Sjónvarpsfréttatími um óveðrið sem búast má við í dag verður sendur út kl.12, á Stöð 2 og Vísi.

Búist við röskun á flugi vegna veðurs
Farþegar eru beðnir að fylgjast vel með tilkynningum frá flugfélögum og flugáætlunum.