Spá Veðurstofunnar hljóðar upp á mun verra veður en skall á í síðustu viku og er varað við því að viðlíka veðurhvellir gangi aðeins yfir á um tíu til tuttugu ára fresti.
Af þessum sökum verður aukafréttatími með nýjustu upplýsingum á Stöð 2 klukkan 12 á hádegi í dag. Fréttatíminn verður í opinni dagskrá, eins og allir fréttatímar Stöðvar 2, og verður hann jafnframt sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi.
Uppfært klukkan 12:15
Fréttatíminn er aðgengilegur í spilaranum hér fyrir neðan.