Þjóðverjar senda hermenn í stríð Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. desember 2015 07:00 Angela Merkel kanslari og Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra þýsku stjórnarinnar. vísir/epa Þýska þingið samþykkti í gær að senda þýska hermenn til að taka þátt í hernaði á hendur „Íslamska ríkinu” svonefnda í Sýrlandi. Að vísu eiga hermennirnir ekki að taka þátt í bardögum, heldur vera franska hernum til aðstoðar. Alls greiddu 445 þingmenn atkvæði með aðgerðunum en 146 voru á móti. „Mér sýnist að það þurfi fjári góð rök ef maður greiðir atkvæði gegn þessu andspænis þessari grimmilegu mannfyrirlitningu,“ sagði Norbert Röttgen, sem er formaður utanríkismálanefndar þýska þjóðþingsins. Hann sagði nauðsynlegt að Evrópuríki átti sig á því að hryðjuverk og styrjaldir í Mið-Austurlöndum ógni öryggi þeirra sjálfra: „Árum saman höfum við látið þennan heimshluta eiga sig.“ Þýskir hermenn hafa á seinni árum tekið þátt í hernaði meðal annars í Afganistan, Írak og Malí, en annars voru Þjóðverjar lengi vel ansi tregir til að halda í stríð eftir að hafa farið hamförum í seinni heimsstyrjöldinni með skelfilegum afleiðingum. Ákvörðun þingsins í gær hefur verið umdeild í Þýskalandi. Ekki síst hefur gagnrýnin snúist um að hernaðurinn gegn Íslamska ríkinu sé mjög ómarkviss og alger óvissa ríki um afleiðingarnar. „Í staðinn fyrir að berjast gegn Íslamska ríkinu þá eruð þið að styrkja það,” sagði Sahra Wagenknecht, þingmaður Vinstriflokksins. Þá hefur Angela Merkel kanslari verið gagnrýnd fyrir að halda í stríð fyrst og fremst til þess að sýna samstöðu og „vera með” í aðgerðum Frakka, Bandaríkjanna, Breta og fleiri ríkja. Samkvæmt skoðanakönnun sem sjónvarpsstöðin ARD lét gera eru 58 prósent Þjóðverja fylgjandi hernaðinum en 37 prósent á móti. Breska þingið samþykkti á miðvikudaginn að taka þátt í loftárásum á Íslamska ríkið. Frakkar hófu loftárásir í kjölfar voðaverkanna í París nýverkið, Bandaríkjamenn hafa í meira en ár varpað sprengjum á bækistöðvar hryðjuverkamanna í Sýrlandi og Rússar byrjuðu í haust að varpa sprengjum á uppreisnarmenn gegn Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Þjóðverjar ætla að senda allt að 1.200 hermenn, sex njósnaþotur og eina freigátu. Mið-Austurlönd Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Þýska þingið samþykkti í gær að senda þýska hermenn til að taka þátt í hernaði á hendur „Íslamska ríkinu” svonefnda í Sýrlandi. Að vísu eiga hermennirnir ekki að taka þátt í bardögum, heldur vera franska hernum til aðstoðar. Alls greiddu 445 þingmenn atkvæði með aðgerðunum en 146 voru á móti. „Mér sýnist að það þurfi fjári góð rök ef maður greiðir atkvæði gegn þessu andspænis þessari grimmilegu mannfyrirlitningu,“ sagði Norbert Röttgen, sem er formaður utanríkismálanefndar þýska þjóðþingsins. Hann sagði nauðsynlegt að Evrópuríki átti sig á því að hryðjuverk og styrjaldir í Mið-Austurlöndum ógni öryggi þeirra sjálfra: „Árum saman höfum við látið þennan heimshluta eiga sig.“ Þýskir hermenn hafa á seinni árum tekið þátt í hernaði meðal annars í Afganistan, Írak og Malí, en annars voru Þjóðverjar lengi vel ansi tregir til að halda í stríð eftir að hafa farið hamförum í seinni heimsstyrjöldinni með skelfilegum afleiðingum. Ákvörðun þingsins í gær hefur verið umdeild í Þýskalandi. Ekki síst hefur gagnrýnin snúist um að hernaðurinn gegn Íslamska ríkinu sé mjög ómarkviss og alger óvissa ríki um afleiðingarnar. „Í staðinn fyrir að berjast gegn Íslamska ríkinu þá eruð þið að styrkja það,” sagði Sahra Wagenknecht, þingmaður Vinstriflokksins. Þá hefur Angela Merkel kanslari verið gagnrýnd fyrir að halda í stríð fyrst og fremst til þess að sýna samstöðu og „vera með” í aðgerðum Frakka, Bandaríkjanna, Breta og fleiri ríkja. Samkvæmt skoðanakönnun sem sjónvarpsstöðin ARD lét gera eru 58 prósent Þjóðverja fylgjandi hernaðinum en 37 prósent á móti. Breska þingið samþykkti á miðvikudaginn að taka þátt í loftárásum á Íslamska ríkið. Frakkar hófu loftárásir í kjölfar voðaverkanna í París nýverkið, Bandaríkjamenn hafa í meira en ár varpað sprengjum á bækistöðvar hryðjuverkamanna í Sýrlandi og Rússar byrjuðu í haust að varpa sprengjum á uppreisnarmenn gegn Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Þjóðverjar ætla að senda allt að 1.200 hermenn, sex njósnaþotur og eina freigátu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira