Þýska löggan á Corvettu Finnur Thorlacius skrifar 4. desember 2015 16:11 Kátar löggur hjá nýju Corvettunni. Þýska lögreglan á nokkra breytta kraftabíla, meðal annars Brabus breyttan Mercedes Benz CLS bíl með V12 vél sem er 730 hestöfl. Hún er líka með AC Schnitzer breyttan BMW 123d og nú bættist einn góður í safnið. Það er Chevrolet Corvette bíll með 6,2 lítra V8 vél sem skilar 460 hestöflum. Corvettunni var breytt af Tikt Performance sem jók afl vélarinnar en smíðaði líka yfirbygginguna úr koltrefjum. Á bílnum eru vindkljúfar að framan og aftan, einnig úr koltrefjum og felgurnar eru 19 tommur að framan og 20 tommur að aftan og háhraðadekk utan um þær frá Hankook (Ventus S1 Evo) sem tryggja að bíllinn þoli mikinn hraða. Athyglivert er að bíllinn er beinskiptur með 7 gíra. Þeim er nokkur vorkunn sem reyna að stinga þennan bíl af á þýsku hraðbrautunum og aðeins í fárra færi að hafa betur í slíkri baráttu. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent
Þýska lögreglan á nokkra breytta kraftabíla, meðal annars Brabus breyttan Mercedes Benz CLS bíl með V12 vél sem er 730 hestöfl. Hún er líka með AC Schnitzer breyttan BMW 123d og nú bættist einn góður í safnið. Það er Chevrolet Corvette bíll með 6,2 lítra V8 vél sem skilar 460 hestöflum. Corvettunni var breytt af Tikt Performance sem jók afl vélarinnar en smíðaði líka yfirbygginguna úr koltrefjum. Á bílnum eru vindkljúfar að framan og aftan, einnig úr koltrefjum og felgurnar eru 19 tommur að framan og 20 tommur að aftan og háhraðadekk utan um þær frá Hankook (Ventus S1 Evo) sem tryggja að bíllinn þoli mikinn hraða. Athyglivert er að bíllinn er beinskiptur með 7 gíra. Þeim er nokkur vorkunn sem reyna að stinga þennan bíl af á þýsku hraðbrautunum og aðeins í fárra færi að hafa betur í slíkri baráttu.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent