Þurfa að ferja farþega til Víkur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2015 15:37 Björgunarsveitarfólk hjá Víkverja á vafalítið annasamt kvöld fyrir höndum. Meðlimir í björgunarsveitinni Víkverja á Vík í Mýrdal eiga fullt í fangi með að komast áleiðis til móts við rútu sem situr föst á þjóðveginum nærri Dyrhólaey. Orri Örvarsson, formaður Víkverja, segir sína menn á leiðinni en ferðin sækist hægt enda fólk fast í bílum á leiðinni sem þarf að aðstoða. Orri segir þá hafa þurft að aðstoða tvo jepplinga og einn fólksbíl sem voru fastir og eða höfðu farið útaf veginum. Verið væri að vinna í því að ferja farþegana til Víkur en afar þungfærst væri yfir Reynisfjall. Björgunarsveitarmenn væru á leiðinni að aðstoða farþega fyrrnefndrar rútu sem er í um sextán kílómetra fjarlægð frá Vík. Mbl.is segir þrjátíu farþega um borð. Sjá einnig: Sjáðu lægðina nálgast suðurströndina Spáð hafði verið aftakaveðri meðfram suðurströndinni í dag og var Þjóðvegi 1 lokað frá Markarfljóti að Breiðamerkurlóni. Aðspurður sagðist Orri hafa séð það verra en það væri engum ofsögum sagt að veður væri mjög slæmt. „Það er rosalega blint og mikið af lausum snjó.“Lokun á Þjóðvegi 1 má sjá á kortinu að neðan.Ábendingar frá veðurfræðingi má lesa hér að neðanVaxandi vindur og versnandi veður almennt á landinu upp úr kl. 14. Undir Eyjafjöllum og í Mýrdal verður ofsaveður frá kl. 14 til 18 og hviður allt að 40-50 m/s. Eins í Öræfum frá kl. 14 til 20 og hviður um og yfir 50 m/s á þeim slóðum. Stórhríðarveður austanlands með kvöldinu.Skafrenningur um allt norðanvert landið og eins ofanhríð. Höfuðborgarsvæðið og suðvestanvert landið virðist ætla að sleppa betur, en samt allhvasst síðdegis og í kvöld og víðast skefur lausamjöllina. Eins ofankoma um tíma, en minniháttar þó.LokanirHringvegurinn er lokaður frá Markarfljóti að Breiðamerkurlóni. Lokunarstaðir eru einnig við Lómagnúp og Freysnes.Veður fer einnig mjög versnandi á Austfjörðum upp úr kl. 17:00. Sama á einnig við um allt norðvestanvert og norðanvert landið um kl 19:00. Ekkert ferðaveður verður á þessum svæðum og ljóst að fjallvegum verður lokað með kvöldinu, útlit er fyrir að sama veður verði áfram á laugardag, þjónusta á vegum verði í lágmarki og einungis á láglendi.Færð og aðstæðurÞað er snjóþekja og skafrenningur á Sandskeiði og Hellisheiði en hálka í Þrengslum. Á Suðurlandi er alls staðar vetrarfærð, í það minnsta hálka eða snjóþekja. Þæfingsfærð er á nokkrum sveitavegum. Hálka eru á Höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbraut og á Suðurnesjum. Þungfært er á Krýsuvíkurvegi.Hálka og snjóþekja er á vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum. Skafrenningur er við Hafnarfjall, á köflum á Snæfellsnesi og eins í Reykhólasveit. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði.Það er hálka á flestum vegum á Norðurlandi. Snjóþekja og éljagangur með norðausturströndinni. Hálka er einnig víðast hvar á Austurlandi og sumstaðar snjóar, snjóþekja og éljagangur er á Fjarðarheiði og Oddsskarði. Ófært er um Öxi og Breiðdalsheiði.Umferðartafir í StrákagöngumVegna vinnu við endurbætur á rafkerfi í Strákagöngum má búast við umferðartöfum þar á virkum dögum frá klukkan 8:00-18:00 fram til 22. desember. Veður Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Meðlimir í björgunarsveitinni Víkverja á Vík í Mýrdal eiga fullt í fangi með að komast áleiðis til móts við rútu sem situr föst á þjóðveginum nærri Dyrhólaey. Orri Örvarsson, formaður Víkverja, segir sína menn á leiðinni en ferðin sækist hægt enda fólk fast í bílum á leiðinni sem þarf að aðstoða. Orri segir þá hafa þurft að aðstoða tvo jepplinga og einn fólksbíl sem voru fastir og eða höfðu farið útaf veginum. Verið væri að vinna í því að ferja farþegana til Víkur en afar þungfærst væri yfir Reynisfjall. Björgunarsveitarmenn væru á leiðinni að aðstoða farþega fyrrnefndrar rútu sem er í um sextán kílómetra fjarlægð frá Vík. Mbl.is segir þrjátíu farþega um borð. Sjá einnig: Sjáðu lægðina nálgast suðurströndina Spáð hafði verið aftakaveðri meðfram suðurströndinni í dag og var Þjóðvegi 1 lokað frá Markarfljóti að Breiðamerkurlóni. Aðspurður sagðist Orri hafa séð það verra en það væri engum ofsögum sagt að veður væri mjög slæmt. „Það er rosalega blint og mikið af lausum snjó.“Lokun á Þjóðvegi 1 má sjá á kortinu að neðan.Ábendingar frá veðurfræðingi má lesa hér að neðanVaxandi vindur og versnandi veður almennt á landinu upp úr kl. 14. Undir Eyjafjöllum og í Mýrdal verður ofsaveður frá kl. 14 til 18 og hviður allt að 40-50 m/s. Eins í Öræfum frá kl. 14 til 20 og hviður um og yfir 50 m/s á þeim slóðum. Stórhríðarveður austanlands með kvöldinu.Skafrenningur um allt norðanvert landið og eins ofanhríð. Höfuðborgarsvæðið og suðvestanvert landið virðist ætla að sleppa betur, en samt allhvasst síðdegis og í kvöld og víðast skefur lausamjöllina. Eins ofankoma um tíma, en minniháttar þó.LokanirHringvegurinn er lokaður frá Markarfljóti að Breiðamerkurlóni. Lokunarstaðir eru einnig við Lómagnúp og Freysnes.Veður fer einnig mjög versnandi á Austfjörðum upp úr kl. 17:00. Sama á einnig við um allt norðvestanvert og norðanvert landið um kl 19:00. Ekkert ferðaveður verður á þessum svæðum og ljóst að fjallvegum verður lokað með kvöldinu, útlit er fyrir að sama veður verði áfram á laugardag, þjónusta á vegum verði í lágmarki og einungis á láglendi.Færð og aðstæðurÞað er snjóþekja og skafrenningur á Sandskeiði og Hellisheiði en hálka í Þrengslum. Á Suðurlandi er alls staðar vetrarfærð, í það minnsta hálka eða snjóþekja. Þæfingsfærð er á nokkrum sveitavegum. Hálka eru á Höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbraut og á Suðurnesjum. Þungfært er á Krýsuvíkurvegi.Hálka og snjóþekja er á vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum. Skafrenningur er við Hafnarfjall, á köflum á Snæfellsnesi og eins í Reykhólasveit. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði.Það er hálka á flestum vegum á Norðurlandi. Snjóþekja og éljagangur með norðausturströndinni. Hálka er einnig víðast hvar á Austurlandi og sumstaðar snjóar, snjóþekja og éljagangur er á Fjarðarheiði og Oddsskarði. Ófært er um Öxi og Breiðdalsheiði.Umferðartafir í StrákagöngumVegna vinnu við endurbætur á rafkerfi í Strákagöngum má búast við umferðartöfum þar á virkum dögum frá klukkan 8:00-18:00 fram til 22. desember.
Veður Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira