Auk þessa hafa borist fregnar af öðrum fjöldagröfum víða um landið, á svæðum sem ISIS-liðar réðu áður. Í fyrrasumar gerðu vígamenn samtakanna stórsókn inn í Írak þar sem þeir lögðu undir sig stór svæði. Fjölmargar fregnir bárust af ódæðisverkum þeirra á minnihlutahópum og sjítum í Írak.
Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming
Í júní í fyrra myrtu vígamenn um 1.700 hermenn sem voru á flótta undan sókn þeirra nærri Tikrit. Hundruð líka fundust í fjöldagröfum þegar vígamennirnir voru reknir úr borginni í apríl.
Fjöldagrafirnar sem fundust í Sinjar eru í raun nálægt víglínunni og hæpið þykir að sérfræðingar geti skoðað þær í bráð. Tvær aðrar grafir sem fundust snemma eftir að Sinjarborg var frelsuð voru hins vegar kannaðar. Þar segja embættismenn að í annarri hafi fundist lík 78 eldri kvenna og í hinni hafi verið á milli 50 til 60 lík af körlum, konum og börnum.