Gylltir tónar og rauðar varir Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 5. desember 2015 17:00 Förðunarfræðingurinn Diego Batista veit hvað hann syngur þegar kemur að förðun og tísku. Vísir/Anton Tíska og förðun er breytileg eftir árstíma og eru jólin engin undantekning á því. Hefðbundnir jólalitir eru rauður, silfur, gylltur og grænn en förðunarfræðingurinn Diego Batista segir jólaförðunina í ár einkennast af gylltum tónum á augum, eyeliner, ljómandi og bronsuðum kinnum og rauðum tónum á varir sem fullkomna hið klassíska jólaútlit. „Það er þó engin þörf á því að halda sig eingöngu við þessa liti, sérstaklega þar sem áhrifa tíunda áratugarins gætir í förðun og tísku þessa stundina. Þannig að litir með fjólubláum tón og/eða mjög glansandi á varir gæti verið skemmtilegt,“ útskýrir Diego. Hann áréttar að mikilvægt sé að fara ekki yfir strikið í jólaförðuninni, það sé allt í góðu að nota smávegis glitrandi liti á augu, neglur eða á varir en ekki á allt í einu. Diego segir að meðal förðunartrenda fyrir veturinn sé að nota mörg lög af maskara þannig að dúkkulegt útlit fáist og að varir verði meira glansandi. „Svartur eyeliner er alltaf í tísku, það er bara spurning um hvar og hvernig á að setja hann á. Í vetur á að setja hann í vatnslínuna, svæðið á milli neðri augnhára og sjálfs augans. Meiri áhersla verður lögð á náttúrulega förðun með heilbrigðu, útiteknu útliti.“Nútímaleg förðun„Í þessa förðun var notaður frekar dökkur, rauður varalitur en hann er hér aðallega notaður sem nokkurs konar yfirlýsing á förðuninni. Húðin er mjög ljós, á hana er notaður léttur farði, sólarpúður á vangana og fallegur gylltur highlighter settur á kinnar, nef og fyrir ofan efri vör, í amorsbogann. Á augu er notaður ljós augnskuggi, eyeliner án spíss og maskari til að fá fram nokkurs konar dúkkulegt yfirbragð. Einnig er smávegis gylltu augnskuggadufti dúmpað á augnlokin. Í hárið var notað saltsprey til að gefa útlitinu meiri hlýleika.“Klassísk förðun„Þessi förðun er falleg bæði fyrir jól og áramót. Húðin er höfð mjög ljós og náttúruleg en ferskjulitaður kinnalitur notaður til að fá meiri hlýju. Maskarinn er settur á í nokkrum lögum til að ná nokkurs konar tætingslegu dúkkuútliti á augun. Til að fá meira drama í förðunina er litur settur í „cut crease“ eða í línu á svæðið milli augnloks og augnbeins. Á augnlokið er ljós húðlitaður augnskuggi. Undir augun er öfug „smokey“ förðun en þá er svartur eða brúnn augnblýantur notaður og dreift aðeins úr honum. Á varirnar er settur mjög ljós, mattur appelsínugulur litur auk gloss í tveimur mismunandi gylltum tónum en gyllt gloss er inn í vetur." Hárið var blásið til að fá smá fyllingu í það og það svo greitt aftur með hárspreyi og saltspreyi.“ Jól Jólafréttir Tíska og hönnun Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
Tíska og förðun er breytileg eftir árstíma og eru jólin engin undantekning á því. Hefðbundnir jólalitir eru rauður, silfur, gylltur og grænn en förðunarfræðingurinn Diego Batista segir jólaförðunina í ár einkennast af gylltum tónum á augum, eyeliner, ljómandi og bronsuðum kinnum og rauðum tónum á varir sem fullkomna hið klassíska jólaútlit. „Það er þó engin þörf á því að halda sig eingöngu við þessa liti, sérstaklega þar sem áhrifa tíunda áratugarins gætir í förðun og tísku þessa stundina. Þannig að litir með fjólubláum tón og/eða mjög glansandi á varir gæti verið skemmtilegt,“ útskýrir Diego. Hann áréttar að mikilvægt sé að fara ekki yfir strikið í jólaförðuninni, það sé allt í góðu að nota smávegis glitrandi liti á augu, neglur eða á varir en ekki á allt í einu. Diego segir að meðal förðunartrenda fyrir veturinn sé að nota mörg lög af maskara þannig að dúkkulegt útlit fáist og að varir verði meira glansandi. „Svartur eyeliner er alltaf í tísku, það er bara spurning um hvar og hvernig á að setja hann á. Í vetur á að setja hann í vatnslínuna, svæðið á milli neðri augnhára og sjálfs augans. Meiri áhersla verður lögð á náttúrulega förðun með heilbrigðu, útiteknu útliti.“Nútímaleg förðun„Í þessa förðun var notaður frekar dökkur, rauður varalitur en hann er hér aðallega notaður sem nokkurs konar yfirlýsing á förðuninni. Húðin er mjög ljós, á hana er notaður léttur farði, sólarpúður á vangana og fallegur gylltur highlighter settur á kinnar, nef og fyrir ofan efri vör, í amorsbogann. Á augu er notaður ljós augnskuggi, eyeliner án spíss og maskari til að fá fram nokkurs konar dúkkulegt yfirbragð. Einnig er smávegis gylltu augnskuggadufti dúmpað á augnlokin. Í hárið var notað saltsprey til að gefa útlitinu meiri hlýleika.“Klassísk förðun„Þessi förðun er falleg bæði fyrir jól og áramót. Húðin er höfð mjög ljós og náttúruleg en ferskjulitaður kinnalitur notaður til að fá meiri hlýju. Maskarinn er settur á í nokkrum lögum til að ná nokkurs konar tætingslegu dúkkuútliti á augun. Til að fá meira drama í förðunina er litur settur í „cut crease“ eða í línu á svæðið milli augnloks og augnbeins. Á augnlokið er ljós húðlitaður augnskuggi. Undir augun er öfug „smokey“ förðun en þá er svartur eða brúnn augnblýantur notaður og dreift aðeins úr honum. Á varirnar er settur mjög ljós, mattur appelsínugulur litur auk gloss í tveimur mismunandi gylltum tónum en gyllt gloss er inn í vetur." Hárið var blásið til að fá smá fyllingu í það og það svo greitt aftur með hárspreyi og saltspreyi.“
Jól Jólafréttir Tíska og hönnun Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira