Steph Curry, leikmaður Golden State, og Paul George hjá Indiana voru verðlaunaðir af NBA-deildinni fyrir flotta frammistöðu í síðasta mánuði.
Curry var valinn leikmaður mánaðarins í Vesturdeildinni en hann hefur verið óstöðvandi í liði Golden State sem er búið að vinna alla leiki sína í vetur.
Hann er stigahæsti leikmaður deildarinnar með 31,6 stig að meðaltali í leik. Hann er þess utan búinn að setja niður 94 þriggja stiga körfur og er 42 þriggja stiga körfum á undan næsta manni.
George var sá besti í Austurdeildinni en hann er fjórði stigahæsti leikmaður deildarinnar með 27,2 stig að meðaltali í leik. Pacers vann 11 af 13 leikjum sínum í mánuðinum með hann í broddi fylkingar.
George er þess utan með 8,1 frákast að meðaltali í leik og 4,4 stoðsendingar.
Curry og George leikmenn mánaðarins
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

