Lancia Ypsilon fékk 2 stjörnur hjá Euro NCAP Finnur Thorlacius skrifar 3. desember 2015 14:54 Lancia Ypsilon við öryggisprófanir Euro NCAP. Andlitslyft gerð Lancia Ypsilon var prófaður hjá Euro NCAP nýlega og segja má að bíllinn hafi valdið miklu vonbrigðum hvað öryggi varðar. Ekki einungis fékk hann 2 stjörnur úr prófinu heldur kviknaði í bílnum við árekstur framan á hann. Í þessari prufuatrennu Euro NCAP voru alls prófaðir 15 bílar og aðeins Lancia Ypsilon fékk 2 stjörnur. Hæstu einkunnina fengu BMW X1, Lexus RX, Mercedes-Benz GLC, Infiniti Q30, Jaguar XE, Jaguar XF, Opel/Vauxhall Astra, Kia Sportage, Kia Optima, Renault Megane, og Renault Talisman. Fjórar stjörnur fengu Nissan Navara og MINI Clubman og BMW Z4 fékk aðeins 3 stjörnur. Lancia, sem er í eigu Fiat, framleiðir aðeins eina bílgerð sem stendur, Lancia Ypsilon og ekki er hægt að hrósa þessari einu framleiðslu fyrirtækisins sem stendur. Áður var reisn Lancia bíla meiri og fóru þar eftirsóttir sportbílar af fallegri gerðinni, bílar sem enn eru í miklum metum, en voru þó á tíðum bilanagjarnir. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Andlitslyft gerð Lancia Ypsilon var prófaður hjá Euro NCAP nýlega og segja má að bíllinn hafi valdið miklu vonbrigðum hvað öryggi varðar. Ekki einungis fékk hann 2 stjörnur úr prófinu heldur kviknaði í bílnum við árekstur framan á hann. Í þessari prufuatrennu Euro NCAP voru alls prófaðir 15 bílar og aðeins Lancia Ypsilon fékk 2 stjörnur. Hæstu einkunnina fengu BMW X1, Lexus RX, Mercedes-Benz GLC, Infiniti Q30, Jaguar XE, Jaguar XF, Opel/Vauxhall Astra, Kia Sportage, Kia Optima, Renault Megane, og Renault Talisman. Fjórar stjörnur fengu Nissan Navara og MINI Clubman og BMW Z4 fékk aðeins 3 stjörnur. Lancia, sem er í eigu Fiat, framleiðir aðeins eina bílgerð sem stendur, Lancia Ypsilon og ekki er hægt að hrósa þessari einu framleiðslu fyrirtækisins sem stendur. Áður var reisn Lancia bíla meiri og fóru þar eftirsóttir sportbílar af fallegri gerðinni, bílar sem enn eru í miklum metum, en voru þó á tíðum bilanagjarnir.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent