Kallaði fyrirspurn um lágt veiðigjald „vitleysisfyrirspurn“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. desember 2015 14:39 Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, spurði Sigmund Davíð forsætisráðherra út í upphæð veiðigjalda í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Vísir/Daníel „Maður veit ekki hvernig maður á að svara svona vitleysisfyrirspurn,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í umræðum um upphæð fyrirhugaðs veiðigjalds á næsta ári. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, spurði ráðherrann hvernig standi á því að veiðigjaldið sé í sögulegu lágmarki samkvæmt áætlun þegar sjávarútvegurinn væri í blússandi uppsiglingu. Björt spurði hvernig stæði á því að þjóðin fengi ekki krónu úr sjávarútveginum á meðan eigendur fengju milljarða arð.Vísir/AntonÁ annan tug milljarða í arð „Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja var 43 milljarðar í fyrra. Fyrirtækin greiddu sjálfum sér 13,5 milljarða kr. í arð í fyrra. Er þá eðlilegt að arðurinn til þjóðarinnar sé í raun 0 krónur?“ spurði Björt meðal annars í fyrirspurn sinni. „Er eðlilegt að gjöldin þegar svona vel gengur fari bara í sjávarútveginn sjálfan og þjóðin fái 0 krónur í sinn vasa?“ Vísaði hún til þess að heilmikill kostnaður væri hjá ríkinu vegna sjávarútvegsins og taldi meðal annars til Hafrannsóknarstofnun, sem stuðlaði að sjálfbærum veiðum, Fiskistofu og svo hluta Landhelgisgæslunnar. Milljarðar á milljarðatugi ofanSigmundur Davíð sagði þessa útreikninga Bjartrar hæpna. „Þetta er það sem í tíð Reagans Bandaríkjaforseta var kölluð vúduhagfræði eða vúdútölfræði, að fá það út að sjávarútvegur á Íslandi skili 0 krónum vegna þess að við þurfum að reka ráðuneyti og gæta fiskimiðanna og landhelginnar og vera með Hafrannsóknastofnun til að stunda sjálfbærar veiðar,“ sagði hann.Sigmundur benti á að íslenskur sjávarútvegur væri ekki niðurgreiddur af ríkinu en Björt spurði þá hvort það væri nóg.vísir/pjetur„En þar til viðbótar, og þessu virðist háttvirtur þingmaður algjörlega gleyma, skilar sjávarútvegurinn milljörðum á milljarðatugi ofan með óbeinum hætti til samfélagsins í formi fjárfestingar, launa, alls lags umsvifa bæði sjávarútvegsfyrirtækjanna sjálfra og þeirra fyrirtækja sem á einn eða annan hátt tengjast sjávarútveginum og þau eru býsna mörg,“ bætti hann svo við. Björt vísaði þessum ásökunum um vúdúhagfræði til föðurhúsanna, eins og hún orðaði það. „Þetta stendur beinlínis í frumvarpinu frá hæstvirtur fjármálaráðherra, frá þér karlinn minn, og fjármálaráðuneytið hefur bestu upplýsingar um þessa stöðu hverju sinni,“ sagði hún.Enginn ríkisstyrkur Sigmundur minnti þá einnig á að sjávarútvegur sé víðast hvar ríkisstyrktur; meðal annars í Noregi þar sem forsætisráðherra sagði að 20 þúsund íslenskar krónur, eða því sem nemur, sé greitt með hverju lönduðu tonni. Björt spurði þá hvort það væri nógu gott.„Er hæstvirtur ráðherra að segja að það sé í lagi, að það sé ásættanlegt, að ríkiskassinn komi nokkurn veginn út á sléttu? Af því að við erum ekki að ríkisstyrkja sjávarútveginn þá séum við bara góð að halda sjó í því? Er það í lagi þegar sjávarútvegurinn skilar sjálfum sér 13,5 milljörðum kr. í arð?“ Ekkert svar fékkst við því heldur endurtók Sigmundur að honum þætti framsetning þingkonunnar fráleit og að hún liti fram hjá allri fjárfestingu sem ætti sér stað í sjávarútvegi, öllum þeim tekjum sem ríkið fengi í formi tekna af hagnaði fyrirtækja, í formi tekna af launum, tekna af virðisaukaskatti, í formi útflutningsverðmæta og svo í formi veiðigjalda. Alþingi Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
„Maður veit ekki hvernig maður á að svara svona vitleysisfyrirspurn,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í umræðum um upphæð fyrirhugaðs veiðigjalds á næsta ári. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, spurði ráðherrann hvernig standi á því að veiðigjaldið sé í sögulegu lágmarki samkvæmt áætlun þegar sjávarútvegurinn væri í blússandi uppsiglingu. Björt spurði hvernig stæði á því að þjóðin fengi ekki krónu úr sjávarútveginum á meðan eigendur fengju milljarða arð.Vísir/AntonÁ annan tug milljarða í arð „Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja var 43 milljarðar í fyrra. Fyrirtækin greiddu sjálfum sér 13,5 milljarða kr. í arð í fyrra. Er þá eðlilegt að arðurinn til þjóðarinnar sé í raun 0 krónur?“ spurði Björt meðal annars í fyrirspurn sinni. „Er eðlilegt að gjöldin þegar svona vel gengur fari bara í sjávarútveginn sjálfan og þjóðin fái 0 krónur í sinn vasa?“ Vísaði hún til þess að heilmikill kostnaður væri hjá ríkinu vegna sjávarútvegsins og taldi meðal annars til Hafrannsóknarstofnun, sem stuðlaði að sjálfbærum veiðum, Fiskistofu og svo hluta Landhelgisgæslunnar. Milljarðar á milljarðatugi ofanSigmundur Davíð sagði þessa útreikninga Bjartrar hæpna. „Þetta er það sem í tíð Reagans Bandaríkjaforseta var kölluð vúduhagfræði eða vúdútölfræði, að fá það út að sjávarútvegur á Íslandi skili 0 krónum vegna þess að við þurfum að reka ráðuneyti og gæta fiskimiðanna og landhelginnar og vera með Hafrannsóknastofnun til að stunda sjálfbærar veiðar,“ sagði hann.Sigmundur benti á að íslenskur sjávarútvegur væri ekki niðurgreiddur af ríkinu en Björt spurði þá hvort það væri nóg.vísir/pjetur„En þar til viðbótar, og þessu virðist háttvirtur þingmaður algjörlega gleyma, skilar sjávarútvegurinn milljörðum á milljarðatugi ofan með óbeinum hætti til samfélagsins í formi fjárfestingar, launa, alls lags umsvifa bæði sjávarútvegsfyrirtækjanna sjálfra og þeirra fyrirtækja sem á einn eða annan hátt tengjast sjávarútveginum og þau eru býsna mörg,“ bætti hann svo við. Björt vísaði þessum ásökunum um vúdúhagfræði til föðurhúsanna, eins og hún orðaði það. „Þetta stendur beinlínis í frumvarpinu frá hæstvirtur fjármálaráðherra, frá þér karlinn minn, og fjármálaráðuneytið hefur bestu upplýsingar um þessa stöðu hverju sinni,“ sagði hún.Enginn ríkisstyrkur Sigmundur minnti þá einnig á að sjávarútvegur sé víðast hvar ríkisstyrktur; meðal annars í Noregi þar sem forsætisráðherra sagði að 20 þúsund íslenskar krónur, eða því sem nemur, sé greitt með hverju lönduðu tonni. Björt spurði þá hvort það væri nógu gott.„Er hæstvirtur ráðherra að segja að það sé í lagi, að það sé ásættanlegt, að ríkiskassinn komi nokkurn veginn út á sléttu? Af því að við erum ekki að ríkisstyrkja sjávarútveginn þá séum við bara góð að halda sjó í því? Er það í lagi þegar sjávarútvegurinn skilar sjálfum sér 13,5 milljörðum kr. í arð?“ Ekkert svar fékkst við því heldur endurtók Sigmundur að honum þætti framsetning þingkonunnar fráleit og að hún liti fram hjá allri fjárfestingu sem ætti sér stað í sjávarútvegi, öllum þeim tekjum sem ríkið fengi í formi tekna af hagnaði fyrirtækja, í formi tekna af launum, tekna af virðisaukaskatti, í formi útflutningsverðmæta og svo í formi veiðigjalda.
Alþingi Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira