Vinna þarf nokkuð í aðalbrekkunum næstu daga áður en hægt verður að opna og stendur sú vinna yfir. Stuttur gönguhringur hefur verið lagður um leirurnar. Sala á vetrarkortum er hafin í Hinu húsinu.
Skíðavertíðin er sömuleiðis að skella á norðan heiða. Norðanmenn hafa tekið saman upplýsandi myndband um þá vinnu sem fram þarf að fara áður en skíðasvæðið verður opnað. Þar er unnið á fullu við að troða brekkurnar.