Eftirbátar í samanburði Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. desember 2015 07:00 Fagleg þjónusta Landspítalans, lækningar, hjúkrun, endurhæfing og rannsóknir byggjast á að fjárveitingar dugi fyrir því hlutverki sem spítalanum er ætlað að gegna. Á þetta er minnt í yfirlýsingu sem læknaráð og hjúkrunarráð spítalans sendu frá sér í gær. Þá er áréttað að hlutverk Alþingis og sérstaklega fjárlaganefndar sé að tryggja að tekjustofnar ríkisins dugi fyrir sameiginlegri grunnþörf og þjónustu samfélagsins. Yfirlýsingin kemur ekki úr einhverju tómarúmi heldur í kjölfar umræðu um viðbrögð forystu fjárlaganefndar við kalli Landspítalans um aukið fjármagn. Á fundi nefndarinnar fyrir helgi sagði formaður nefndarinnar hana vera undir miklum þrýstingi frá Landspítalanum en hún léti ekki undan andlegu ofbeldi. Orðaval formannsins er vissulega óheppilegt, en mætti svo sem skrifa á klaufaskap og fljótfærni í framsetningu. Líklegast les Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, þó rétt í spilin, þegar hann í fréttum um helgina sagðist undrast viðhorf fulltrúa ríkisstjórnarinnar í fjárlaganefnd en þeir virtust líta á spítalann sem botnlaust gímald sem stöðugt væli um meiri peninga. Mat Páls er að spítalann vanti tvo og hálfan til þrjá milljarða til viðbótar á næsta ári. Vissulega hafi verið bætt í framlög, en það komi eftir vanáætlun til áratuga og tíma taki að leiðrétta hallann til að ná yfirlýstum markmiðum stjórnvalda um að útgjöld til heilbrigðismála nái meðaltali Norðurlandanna. Læknaráð og hjúkrunarráð benda á að fjárveitingar til innviða heilbrigðisþjónustunnar hér á landi (til endurnýjunar og viðhalds á húsnæði, tækjakaupa og framþróunar) hafi undanfarin ár verið með því allra lægsta sem um getur í OECD-löndum. Þau verji að meðaltali til þessa 0,5 prósentum af vergri landsframleiðslu, sem hér myndi samsvara 10 milljörðum á ári hverju. „Ef miðað er við Norðurlöndin, til dæmis Danmörku, væru um 14 milljarðar eyrnamerktir þessum lið,“ segir í ályktuninni. Íslensk stjórnvöld hafi hins vegar varið sem svarar 0,1 prósenti af vergri landsframleiðslu í fjárfestingar í innviðum heilbrigðisþjónustunnar, sem er þá líklega nálægt tveimur milljörðum króna, og séu þar í næst neðsta sæti OECD-landanna. Það er ekki góður staður og óþægilega oft sem Ísland lendir orðið í slóðasæti þegar kemur að samanburði við önnur lönd. Læknaráð og hjúkrunarráð Landspítalans segjast leggja traust sitt á að nefndarmenn í fjárlaganefnd og Alþingi allt hlutist til um að fjárveitingar komandi árs tryggi að hægt sé að reka spítalann í samræmi við þær kröfur og hlutverk sem honum er ætlað. Undir það má taka og sé eitthvað að marka yfirlýst markmið um hvernig staðið skuli að útgjöldum til heilbrigðismála hér má væntanlega ætla að kveða taki við nýjan tón hjá forystu fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Fagleg þjónusta Landspítalans, lækningar, hjúkrun, endurhæfing og rannsóknir byggjast á að fjárveitingar dugi fyrir því hlutverki sem spítalanum er ætlað að gegna. Á þetta er minnt í yfirlýsingu sem læknaráð og hjúkrunarráð spítalans sendu frá sér í gær. Þá er áréttað að hlutverk Alþingis og sérstaklega fjárlaganefndar sé að tryggja að tekjustofnar ríkisins dugi fyrir sameiginlegri grunnþörf og þjónustu samfélagsins. Yfirlýsingin kemur ekki úr einhverju tómarúmi heldur í kjölfar umræðu um viðbrögð forystu fjárlaganefndar við kalli Landspítalans um aukið fjármagn. Á fundi nefndarinnar fyrir helgi sagði formaður nefndarinnar hana vera undir miklum þrýstingi frá Landspítalanum en hún léti ekki undan andlegu ofbeldi. Orðaval formannsins er vissulega óheppilegt, en mætti svo sem skrifa á klaufaskap og fljótfærni í framsetningu. Líklegast les Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, þó rétt í spilin, þegar hann í fréttum um helgina sagðist undrast viðhorf fulltrúa ríkisstjórnarinnar í fjárlaganefnd en þeir virtust líta á spítalann sem botnlaust gímald sem stöðugt væli um meiri peninga. Mat Páls er að spítalann vanti tvo og hálfan til þrjá milljarða til viðbótar á næsta ári. Vissulega hafi verið bætt í framlög, en það komi eftir vanáætlun til áratuga og tíma taki að leiðrétta hallann til að ná yfirlýstum markmiðum stjórnvalda um að útgjöld til heilbrigðismála nái meðaltali Norðurlandanna. Læknaráð og hjúkrunarráð benda á að fjárveitingar til innviða heilbrigðisþjónustunnar hér á landi (til endurnýjunar og viðhalds á húsnæði, tækjakaupa og framþróunar) hafi undanfarin ár verið með því allra lægsta sem um getur í OECD-löndum. Þau verji að meðaltali til þessa 0,5 prósentum af vergri landsframleiðslu, sem hér myndi samsvara 10 milljörðum á ári hverju. „Ef miðað er við Norðurlöndin, til dæmis Danmörku, væru um 14 milljarðar eyrnamerktir þessum lið,“ segir í ályktuninni. Íslensk stjórnvöld hafi hins vegar varið sem svarar 0,1 prósenti af vergri landsframleiðslu í fjárfestingar í innviðum heilbrigðisþjónustunnar, sem er þá líklega nálægt tveimur milljörðum króna, og séu þar í næst neðsta sæti OECD-landanna. Það er ekki góður staður og óþægilega oft sem Ísland lendir orðið í slóðasæti þegar kemur að samanburði við önnur lönd. Læknaráð og hjúkrunarráð Landspítalans segjast leggja traust sitt á að nefndarmenn í fjárlaganefnd og Alþingi allt hlutist til um að fjárveitingar komandi árs tryggi að hægt sé að reka spítalann í samræmi við þær kröfur og hlutverk sem honum er ætlað. Undir það má taka og sé eitthvað að marka yfirlýst markmið um hvernig staðið skuli að útgjöldum til heilbrigðismála hér má væntanlega ætla að kveða taki við nýjan tón hjá forystu fjárlaganefndar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun