Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar 24. október 2025 08:32 Frá unga aldri hefur mér verið innrætt að við getum öll gert það sem við viljum og við getum öll látið draumana okkar rætast. Konur geta verið hvað sem þær vilja, meira að segja forsetar, sagði mamma. Sjálf hef ég lagt talsvert á mig til þess að láta mína drauma rætast. Ég var talsvert feimin þegar ég var yngri, átti t.d. erfitt með að mæta í skóla og hvað þá fara með glærukynningu í skólanum, en hef núna talað á sviði fyrir framan þúsundir. Leiðin að því var talsvert ströng en svo ótrúlega gefandi. Ég hef fengið tækifæri til þess að æfa framkomu og kynnast stórkostlegum konum sem hafa sýnt og sannað að þeim eru allir vegir færir. Það er dásamlegt að tilheyra sterkum hópi kvenna sem trúa á sig og hverja aðra og standa við bakið á hver annarri í sönnu systraþeli. Vinkonur eru dýrmætar. Það er dýrmætt að tilheyra og það er dýrmætt að fá að láta ljós sitt skína. Allt þetta sameinast í Ungfrú Ísland, og aðeins eftir nokkra daga held ég til Tælands, þar sem ég mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe og fæ að spreyta mig á einum stærsta vettvangi veraldar á þessu sviði. Sumum kann að finnast svokallaðar fegurðarsamkeppnir barn síns tíma, og það voru þær svo sannarlega áður fyrr. En tímarnir breytast og mennirnir með. Í nútímanum, eru allt aðrar áherslur en áður fyrr í svona keppnum. Það er auðvitað einhver munur á milli keppna og milli landa, en eftir að hafa sökkt mér í þennan keppnisheim get ég fyrir mitt leyti sagt að ég sé ekki eftir því eina mínútu. Mitt Ungfrú Ísland ævintýri hefur verið geysimikill lærdómur og stórkostlegt ferðalag. Tími minn sem titilhafi Ungfrú Ísland hefur ekki bara verið mér dýrmætur, heldur líka gefandi. Eitt af því mest gefandi hefur verið að fylgja eftir dásamlegu stúlkunum sem kepptu í Ungfrú Ísland Teen. Þær hafa svo sannarlega sýnt sig og sannað og blómstrað í ferlinu. Margar hafa lýst ávinningnum og vináttunni sem skapast, en líka sjálfstraust og öryggi. Ein sagði nýlega að sér hefði gengið betur í atvinnuviðtali en nokkru sinni fyrr, og landað starfinu. Önnur sagði að það hefði verið dýrmætast að eignast nýjar vinkonur með sömu áhugamál. Samkenndin innan hópsins og stemmingin var yndisleg. Það er mikilvægt að ungt fólk finni sinn vettvang þar sem það getur blómstrað. Ungfrú Ísland Teen hentar ekki fyrir öll, en að sjálfsögðu sum. Við megum öll vera eins og við erum og við megum öll njóta okkar áhugamála, hvort sem við erum fagurkerar eða ekki. Þessi fyrsta Ungfrú Ísland Teen stóð svo sannarlega fyrir sínu og ég hlakka til samstarfsins með nýkrýndri Ungfrú Ísland Teen. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið tækifærið til þess að eignast vinkonur á þessum vettvangi og veit að við erum tengdar fyrir lífstíð. Í tilefni dagsins bið ég öll vel að njóta og hvet fólk til þess að elta draumana sína og finna sinn draumavettvang. Það er aldrei of seint. Við megum öll vera eins og við erum og við megum öll njóta okkar áhugamála og við eigum svo sannarlega öll skilið að tilheyra. Við erum öll í þessu saman. Kvenréttindi eru mannréttindi og mannréttindi eru kvenréttindi. Höfundur er Ungfrú Ísland 2025. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Frá unga aldri hefur mér verið innrætt að við getum öll gert það sem við viljum og við getum öll látið draumana okkar rætast. Konur geta verið hvað sem þær vilja, meira að segja forsetar, sagði mamma. Sjálf hef ég lagt talsvert á mig til þess að láta mína drauma rætast. Ég var talsvert feimin þegar ég var yngri, átti t.d. erfitt með að mæta í skóla og hvað þá fara með glærukynningu í skólanum, en hef núna talað á sviði fyrir framan þúsundir. Leiðin að því var talsvert ströng en svo ótrúlega gefandi. Ég hef fengið tækifæri til þess að æfa framkomu og kynnast stórkostlegum konum sem hafa sýnt og sannað að þeim eru allir vegir færir. Það er dásamlegt að tilheyra sterkum hópi kvenna sem trúa á sig og hverja aðra og standa við bakið á hver annarri í sönnu systraþeli. Vinkonur eru dýrmætar. Það er dýrmætt að tilheyra og það er dýrmætt að fá að láta ljós sitt skína. Allt þetta sameinast í Ungfrú Ísland, og aðeins eftir nokkra daga held ég til Tælands, þar sem ég mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe og fæ að spreyta mig á einum stærsta vettvangi veraldar á þessu sviði. Sumum kann að finnast svokallaðar fegurðarsamkeppnir barn síns tíma, og það voru þær svo sannarlega áður fyrr. En tímarnir breytast og mennirnir með. Í nútímanum, eru allt aðrar áherslur en áður fyrr í svona keppnum. Það er auðvitað einhver munur á milli keppna og milli landa, en eftir að hafa sökkt mér í þennan keppnisheim get ég fyrir mitt leyti sagt að ég sé ekki eftir því eina mínútu. Mitt Ungfrú Ísland ævintýri hefur verið geysimikill lærdómur og stórkostlegt ferðalag. Tími minn sem titilhafi Ungfrú Ísland hefur ekki bara verið mér dýrmætur, heldur líka gefandi. Eitt af því mest gefandi hefur verið að fylgja eftir dásamlegu stúlkunum sem kepptu í Ungfrú Ísland Teen. Þær hafa svo sannarlega sýnt sig og sannað og blómstrað í ferlinu. Margar hafa lýst ávinningnum og vináttunni sem skapast, en líka sjálfstraust og öryggi. Ein sagði nýlega að sér hefði gengið betur í atvinnuviðtali en nokkru sinni fyrr, og landað starfinu. Önnur sagði að það hefði verið dýrmætast að eignast nýjar vinkonur með sömu áhugamál. Samkenndin innan hópsins og stemmingin var yndisleg. Það er mikilvægt að ungt fólk finni sinn vettvang þar sem það getur blómstrað. Ungfrú Ísland Teen hentar ekki fyrir öll, en að sjálfsögðu sum. Við megum öll vera eins og við erum og við megum öll njóta okkar áhugamála, hvort sem við erum fagurkerar eða ekki. Þessi fyrsta Ungfrú Ísland Teen stóð svo sannarlega fyrir sínu og ég hlakka til samstarfsins með nýkrýndri Ungfrú Ísland Teen. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið tækifærið til þess að eignast vinkonur á þessum vettvangi og veit að við erum tengdar fyrir lífstíð. Í tilefni dagsins bið ég öll vel að njóta og hvet fólk til þess að elta draumana sína og finna sinn draumavettvang. Það er aldrei of seint. Við megum öll vera eins og við erum og við megum öll njóta okkar áhugamála og við eigum svo sannarlega öll skilið að tilheyra. Við erum öll í þessu saman. Kvenréttindi eru mannréttindi og mannréttindi eru kvenréttindi. Höfundur er Ungfrú Ísland 2025.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun