Matreiðslumaður hjólaði í vinnuna: Þreyttur á umræðu að ekki sé hægt að hjóla á Íslandi allan ársins hring Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2015 16:31 Fleiri en Elvar Örn hjóluðu til vinnu í morgun. Vísir/Pjetur „ Það er ekki raunhæft að hjóla á íslandi allann ársins hring er umræða sem ég þarf að taka á hverju ári, jafnvel oft á ári,“ segir matreiðslumaðurinn Elvar Örn Reynisson. Elvar Örn hjólaði til vinnu í dag eins og alla aðra daga þrátt fyrir spá um vonskuveður þar sem foreldrum var meðal annars í sjálfsvald sett hvort börn þeirra ættu að fara í skóla. Fjölmargir skildu héldu ekki til vinnu heldur unnu að heiman í dag, notuðu almenningssamgöngur í stað einkabílsins eða fengu far með samstarfsfélaga á vel búnum bíl. En svo eru hjólreiðagarpar eins og Elvar Örn sem var langt í frá eini kappinn sem fór til vinnu á hjóli í morgun. Þessi barðist í gegnum snjóinn í dag.vísir/ernir „Skiljanlega viljum við ekki senda börnin okkar út í hvaða veður sem er en aldrei mætti líka vanbúnum bílum við hágæða reiðhjól. Í morgun hjólaði ég til vinnu á Trek Superfly hjólinu mínu, ég er ekki með negld dekk á því en breið dekk og slöngulaust þannig að ég get hleypt ögn meira úr dekkjunum til að fá meira grip í snjónum,“ segir Elvar Örn. Hjólið er létt og gírarnir góðir. Það skemmtilega við þetta er að þetta hjól kostar brot af nývirði bíls í dag þó það sé vissulega ekki af ódýrustu sort,“ segir kappinn sem tók rækilega til í eigin málum fyrir fjórum árum síðar. Hafði hann þó hjólað lengi þegar þar var komið við sögu.Ferðalag Elvars Arnar til vinnu í morgun má sjá hér að neðan.Var 146 kíló fyrir fjórum árumÁ bloggi hans, Ísmaðurinn.net, upplýsir hann að árið 2011 hafi hann ákveðið að tímabært væri að breyta um lífsstíl og ná aftur kjörþyngd. Hann var þá 146 kíló en er greinilega öllu léttari í dag enda orðinn mikill hjólreiðagarpur. Á hann meðal annars að baki sigur í keppninni Gullhringurinn, einni stærstu hjólreiðakeppni landsins.Ferðalagið í morgun gekk án vandræða og Elvar Örn segist ekki hafa verið mikið lengur á leiðinni en vanalega.„Í raun finnst mér það forréttindi að geta hjólað svona fallega leið, fjarri stressi bílaumferðar og tilheyrandi hættu sem því fylgir.“Ekki fór þó vel hjá öllum sem hjóluðu til vinnu í morgun eins og Vísir fjallaði um fyrr í dag.Ekki náðist í Elvar Örn við vinnslu fréttarinnar. Veður Tengdar fréttir Segir glerbrot hamla för hjólreiðamanna Hjólreiðamaður sem hjólar daglega til vinnu segir að göngu- og hjólreiðastígar í borginni séu ekki sópaðir eins og aðrar götur í bænum. Hann segir glerhrúgur á stígunum til vandræða, enda fari glerbrot ekki vel með reiðhjóladekk. 20. september 2007 13:12 María Ögn og Elvar Örn sigurvegarar Kia Gullhringsins Kia Gullhringurinn var haldin í fjórða sinn á Laugarvatni í gær en um 700 manns tóku þátt í ár. 12. júlí 2015 11:53 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
„ Það er ekki raunhæft að hjóla á íslandi allann ársins hring er umræða sem ég þarf að taka á hverju ári, jafnvel oft á ári,“ segir matreiðslumaðurinn Elvar Örn Reynisson. Elvar Örn hjólaði til vinnu í dag eins og alla aðra daga þrátt fyrir spá um vonskuveður þar sem foreldrum var meðal annars í sjálfsvald sett hvort börn þeirra ættu að fara í skóla. Fjölmargir skildu héldu ekki til vinnu heldur unnu að heiman í dag, notuðu almenningssamgöngur í stað einkabílsins eða fengu far með samstarfsfélaga á vel búnum bíl. En svo eru hjólreiðagarpar eins og Elvar Örn sem var langt í frá eini kappinn sem fór til vinnu á hjóli í morgun. Þessi barðist í gegnum snjóinn í dag.vísir/ernir „Skiljanlega viljum við ekki senda börnin okkar út í hvaða veður sem er en aldrei mætti líka vanbúnum bílum við hágæða reiðhjól. Í morgun hjólaði ég til vinnu á Trek Superfly hjólinu mínu, ég er ekki með negld dekk á því en breið dekk og slöngulaust þannig að ég get hleypt ögn meira úr dekkjunum til að fá meira grip í snjónum,“ segir Elvar Örn. Hjólið er létt og gírarnir góðir. Það skemmtilega við þetta er að þetta hjól kostar brot af nývirði bíls í dag þó það sé vissulega ekki af ódýrustu sort,“ segir kappinn sem tók rækilega til í eigin málum fyrir fjórum árum síðar. Hafði hann þó hjólað lengi þegar þar var komið við sögu.Ferðalag Elvars Arnar til vinnu í morgun má sjá hér að neðan.Var 146 kíló fyrir fjórum árumÁ bloggi hans, Ísmaðurinn.net, upplýsir hann að árið 2011 hafi hann ákveðið að tímabært væri að breyta um lífsstíl og ná aftur kjörþyngd. Hann var þá 146 kíló en er greinilega öllu léttari í dag enda orðinn mikill hjólreiðagarpur. Á hann meðal annars að baki sigur í keppninni Gullhringurinn, einni stærstu hjólreiðakeppni landsins.Ferðalagið í morgun gekk án vandræða og Elvar Örn segist ekki hafa verið mikið lengur á leiðinni en vanalega.„Í raun finnst mér það forréttindi að geta hjólað svona fallega leið, fjarri stressi bílaumferðar og tilheyrandi hættu sem því fylgir.“Ekki fór þó vel hjá öllum sem hjóluðu til vinnu í morgun eins og Vísir fjallaði um fyrr í dag.Ekki náðist í Elvar Örn við vinnslu fréttarinnar.
Veður Tengdar fréttir Segir glerbrot hamla för hjólreiðamanna Hjólreiðamaður sem hjólar daglega til vinnu segir að göngu- og hjólreiðastígar í borginni séu ekki sópaðir eins og aðrar götur í bænum. Hann segir glerhrúgur á stígunum til vandræða, enda fari glerbrot ekki vel með reiðhjóladekk. 20. september 2007 13:12 María Ögn og Elvar Örn sigurvegarar Kia Gullhringsins Kia Gullhringurinn var haldin í fjórða sinn á Laugarvatni í gær en um 700 manns tóku þátt í ár. 12. júlí 2015 11:53 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Segir glerbrot hamla för hjólreiðamanna Hjólreiðamaður sem hjólar daglega til vinnu segir að göngu- og hjólreiðastígar í borginni séu ekki sópaðir eins og aðrar götur í bænum. Hann segir glerhrúgur á stígunum til vandræða, enda fari glerbrot ekki vel með reiðhjóladekk. 20. september 2007 13:12
María Ögn og Elvar Örn sigurvegarar Kia Gullhringsins Kia Gullhringurinn var haldin í fjórða sinn á Laugarvatni í gær en um 700 manns tóku þátt í ár. 12. júlí 2015 11:53