Luigi Delneri var í dag ráðinn nýr þjálfari hjá ítalska A-deildarliðinu Hellas verona en hann tekur við af Andrea Mandorlini sem var rekinn í gær.
Luigi Delneri er 65 ára gamall og þjálfaði síðast Genoa frá 2012-13. hann hefur þjálfað stórlið eins og Roma (2004-05) og Juventus (2010-11).
Luigi Delneri hefur mikla reynslu af þjálfun á Ítalíu en hann hefur meðal annars stýrt nágrannaliðinu Chievo Verona í tvígang, fyrst 2000-04 og svo aftur 2006-07.
„Ég vil þakka Maurizio Setti forseta fyrir þetta tækifæri því ég vildi komast aftur í fótboltann," sagði Luigi Delneri á blaðamannafundi í dag.
„Hér er félag með mikla ástríðu og mikla hefð. Ég sé gæði í leikmannahópnum og ég sé mikla möguleika að koma liðinu í gang á ný. Mandorlini var fórnarlamb slæmra úrslita að undanförnu en það tekur ekkert frá því sem hann gerði fyrir Hellas Verona," sagði Delneri.
„Við munum gera allt til þess að halda okkur í deildinni. Ég vil byggja ofan á starf Mandorlini en ekki rífa allt niður. Ég vil sjá lið sem gefur allt í þetta og er samkeppnishæft á móti öllum," sagði Delneri.
Delneri hrósaði íslenska landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni sem var fastamaður í liðinu þau fimm ár sem Andrea Mandorlini þjálfaði liðið.
„[Luca] Toni and [Giampaolo] Pazzini geta alveg spilað saman og það er líka fullt af öðrum hæfileikaríkum leikmönnum í liðinu eins og [Emil] Hallfreðsson [Federico] Viviani [Jacopo] Sala and [Luca] Siligardi," sagði Delneri.
Hellas verona hefur enn ekki unnið leik í deildinni á þessu tímabili og situr eitt á botni deildarinnar með sex stig úr fjórtán leikjum.
Nýi þjálfarinn hjá Verona talar vel um Emil
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti

Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús
Enski boltinn



Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti

