Hviður að fara yfir 30 metra á sekúndu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 1. desember 2015 11:43 Veðrið gengur yfir landið í dag en heldur áfram á morgun á Austanverðu landinu. Vísir/GVA Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingar hjá Veðurstofunni, segir að veðurhvellurinn fari að ná hámarki og svo megi búast við að vind lægi þó það kunni að halda áfram að snjóa á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að veðrið sé um það bil eins og spár gerðu ráð fyrir. „Ég held að þetta hafi verið svona nokkurn veginn eftir spánum. Það er einna verst verðið undir Eyjafjöllum og í Mýrdalnum núna og svo er það líka hvasst á Kjalarnesi og Snæfellsnesinu líka. Á þessum stöðum er vindhraðinn alveg um og yfir 20 metra og hviðurnar yfir 30,“ segir hann.Upp í 34 metra á sekúndu í hviðum Lögreglan hefur varað fólk á illa búnum bílum að fara út í umferðina. Þorsteinn segir að hálka sé víða og færðin slæm á nokkrum vegum. „Á reykjanesbrautinni er 23 metra vindhraði og hviður upp í 34,“ segir hann. „Það virðist vera fært víðast hvar þó það sé mikil hálka.“ Þorsteinn segir skilyrði á Hellisheiði heldur ekki vera góð. „Upp á Hellisheiði er alveg upp í 18 metra meðalvindur og mjög blint. Það er mjög lítið skyggni og hálka en Vegagerðin hefur ekki lokað þarna enn þá.,“ segir hann.Gengur yfir landið síðdegis Óveðrið mun fara af Suðvesturlandinu yfir á Norður- og Austurland með deginum. „Þá fer það yfir Norður- og Austurlandið yfir seinni partinn í dag, þá dettur það niður hérna suðvestanlands, þó það haldi áfram að snjóa þá dettur vindurinn niður.“ Þorsteinn segir að stormurinn sé væntanlega kominn á Vestfirðina en þar er mjög hvasst, í það minnsta á fjallvegum. Snjóar áfram á morgun „Það er bara ekkert ferðaveður í dag en er að ná hámarki hérna Suðvestanlands núna um hádegi,“ segir hann. „Þetta er bara svona hvellur í dag en það gæti þó á morgun snúist í leiðinda norðvestan- og vestanátt á á Norðausturlandi og Austfjörðunum líka, sem stendur alveg fram eftir morgundeginum.“ „Þá mun snjókoman halda áfram á Norðausturlandi áfram eitthvað fram eftir degi þangað til það rofar um kvöldið og dregur úr vindi. Það er svona smá hvellur eftir á morgun á Austanverðu landinu. Svona vindur en aðal snjómagnið verður á Norðaustur- og Austurlandi,“ segir hann. Veður Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingar hjá Veðurstofunni, segir að veðurhvellurinn fari að ná hámarki og svo megi búast við að vind lægi þó það kunni að halda áfram að snjóa á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að veðrið sé um það bil eins og spár gerðu ráð fyrir. „Ég held að þetta hafi verið svona nokkurn veginn eftir spánum. Það er einna verst verðið undir Eyjafjöllum og í Mýrdalnum núna og svo er það líka hvasst á Kjalarnesi og Snæfellsnesinu líka. Á þessum stöðum er vindhraðinn alveg um og yfir 20 metra og hviðurnar yfir 30,“ segir hann.Upp í 34 metra á sekúndu í hviðum Lögreglan hefur varað fólk á illa búnum bílum að fara út í umferðina. Þorsteinn segir að hálka sé víða og færðin slæm á nokkrum vegum. „Á reykjanesbrautinni er 23 metra vindhraði og hviður upp í 34,“ segir hann. „Það virðist vera fært víðast hvar þó það sé mikil hálka.“ Þorsteinn segir skilyrði á Hellisheiði heldur ekki vera góð. „Upp á Hellisheiði er alveg upp í 18 metra meðalvindur og mjög blint. Það er mjög lítið skyggni og hálka en Vegagerðin hefur ekki lokað þarna enn þá.,“ segir hann.Gengur yfir landið síðdegis Óveðrið mun fara af Suðvesturlandinu yfir á Norður- og Austurland með deginum. „Þá fer það yfir Norður- og Austurlandið yfir seinni partinn í dag, þá dettur það niður hérna suðvestanlands, þó það haldi áfram að snjóa þá dettur vindurinn niður.“ Þorsteinn segir að stormurinn sé væntanlega kominn á Vestfirðina en þar er mjög hvasst, í það minnsta á fjallvegum. Snjóar áfram á morgun „Það er bara ekkert ferðaveður í dag en er að ná hámarki hérna Suðvestanlands núna um hádegi,“ segir hann. „Þetta er bara svona hvellur í dag en það gæti þó á morgun snúist í leiðinda norðvestan- og vestanátt á á Norðausturlandi og Austfjörðunum líka, sem stendur alveg fram eftir morgundeginum.“ „Þá mun snjókoman halda áfram á Norðausturlandi áfram eitthvað fram eftir degi þangað til það rofar um kvöldið og dregur úr vindi. Það er svona smá hvellur eftir á morgun á Austanverðu landinu. Svona vindur en aðal snjómagnið verður á Norðaustur- og Austurlandi,“ segir hann.
Veður Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira