Hviður að fara yfir 30 metra á sekúndu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 1. desember 2015 11:43 Veðrið gengur yfir landið í dag en heldur áfram á morgun á Austanverðu landinu. Vísir/GVA Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingar hjá Veðurstofunni, segir að veðurhvellurinn fari að ná hámarki og svo megi búast við að vind lægi þó það kunni að halda áfram að snjóa á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að veðrið sé um það bil eins og spár gerðu ráð fyrir. „Ég held að þetta hafi verið svona nokkurn veginn eftir spánum. Það er einna verst verðið undir Eyjafjöllum og í Mýrdalnum núna og svo er það líka hvasst á Kjalarnesi og Snæfellsnesinu líka. Á þessum stöðum er vindhraðinn alveg um og yfir 20 metra og hviðurnar yfir 30,“ segir hann.Upp í 34 metra á sekúndu í hviðum Lögreglan hefur varað fólk á illa búnum bílum að fara út í umferðina. Þorsteinn segir að hálka sé víða og færðin slæm á nokkrum vegum. „Á reykjanesbrautinni er 23 metra vindhraði og hviður upp í 34,“ segir hann. „Það virðist vera fært víðast hvar þó það sé mikil hálka.“ Þorsteinn segir skilyrði á Hellisheiði heldur ekki vera góð. „Upp á Hellisheiði er alveg upp í 18 metra meðalvindur og mjög blint. Það er mjög lítið skyggni og hálka en Vegagerðin hefur ekki lokað þarna enn þá.,“ segir hann.Gengur yfir landið síðdegis Óveðrið mun fara af Suðvesturlandinu yfir á Norður- og Austurland með deginum. „Þá fer það yfir Norður- og Austurlandið yfir seinni partinn í dag, þá dettur það niður hérna suðvestanlands, þó það haldi áfram að snjóa þá dettur vindurinn niður.“ Þorsteinn segir að stormurinn sé væntanlega kominn á Vestfirðina en þar er mjög hvasst, í það minnsta á fjallvegum. Snjóar áfram á morgun „Það er bara ekkert ferðaveður í dag en er að ná hámarki hérna Suðvestanlands núna um hádegi,“ segir hann. „Þetta er bara svona hvellur í dag en það gæti þó á morgun snúist í leiðinda norðvestan- og vestanátt á á Norðausturlandi og Austfjörðunum líka, sem stendur alveg fram eftir morgundeginum.“ „Þá mun snjókoman halda áfram á Norðausturlandi áfram eitthvað fram eftir degi þangað til það rofar um kvöldið og dregur úr vindi. Það er svona smá hvellur eftir á morgun á Austanverðu landinu. Svona vindur en aðal snjómagnið verður á Norðaustur- og Austurlandi,“ segir hann. Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Sjá meira
Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingar hjá Veðurstofunni, segir að veðurhvellurinn fari að ná hámarki og svo megi búast við að vind lægi þó það kunni að halda áfram að snjóa á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að veðrið sé um það bil eins og spár gerðu ráð fyrir. „Ég held að þetta hafi verið svona nokkurn veginn eftir spánum. Það er einna verst verðið undir Eyjafjöllum og í Mýrdalnum núna og svo er það líka hvasst á Kjalarnesi og Snæfellsnesinu líka. Á þessum stöðum er vindhraðinn alveg um og yfir 20 metra og hviðurnar yfir 30,“ segir hann.Upp í 34 metra á sekúndu í hviðum Lögreglan hefur varað fólk á illa búnum bílum að fara út í umferðina. Þorsteinn segir að hálka sé víða og færðin slæm á nokkrum vegum. „Á reykjanesbrautinni er 23 metra vindhraði og hviður upp í 34,“ segir hann. „Það virðist vera fært víðast hvar þó það sé mikil hálka.“ Þorsteinn segir skilyrði á Hellisheiði heldur ekki vera góð. „Upp á Hellisheiði er alveg upp í 18 metra meðalvindur og mjög blint. Það er mjög lítið skyggni og hálka en Vegagerðin hefur ekki lokað þarna enn þá.,“ segir hann.Gengur yfir landið síðdegis Óveðrið mun fara af Suðvesturlandinu yfir á Norður- og Austurland með deginum. „Þá fer það yfir Norður- og Austurlandið yfir seinni partinn í dag, þá dettur það niður hérna suðvestanlands, þó það haldi áfram að snjóa þá dettur vindurinn niður.“ Þorsteinn segir að stormurinn sé væntanlega kominn á Vestfirðina en þar er mjög hvasst, í það minnsta á fjallvegum. Snjóar áfram á morgun „Það er bara ekkert ferðaveður í dag en er að ná hámarki hérna Suðvestanlands núna um hádegi,“ segir hann. „Þetta er bara svona hvellur í dag en það gæti þó á morgun snúist í leiðinda norðvestan- og vestanátt á á Norðausturlandi og Austfjörðunum líka, sem stendur alveg fram eftir morgundeginum.“ „Þá mun snjókoman halda áfram á Norðausturlandi áfram eitthvað fram eftir degi þangað til það rofar um kvöldið og dregur úr vindi. Það er svona smá hvellur eftir á morgun á Austanverðu landinu. Svona vindur en aðal snjómagnið verður á Norðaustur- og Austurlandi,“ segir hann.
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Sjá meira