Nemendur vilja vera heima: „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2015 10:47 Garðaskóli er fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk. Vísir/Sigurjón Borið hefur á því að foreldrar hringi í börn sín og gefi þeim leyfi til að fara heim úr skólanum. Í Garðaskóla í Garðabæ telur einn kennaranna að vanti líklega um 75 prósent nemenda í tíunda bekk. Hún spyr hvað foreldrar séu að spá. „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ spyr Ragnheiður sem margir þekkja af handboltavellinum í bláum búningum Stjörnunnar og íslenska landsliðsins á tíunda áratugnum. Ragnheiður tjáir sig í hópnum Íbúar Garðabæjar á Facebook og biður fólk um að afsaka hreinskilnina í sér. Hún sé eiginlega agndofa. „Þeir sem eru mættir liggja núna í símunum og væla sig heim. Þau eru í prófum. Eru þetta skilaboðin sem á að senda starfskröftum framtíðarinnar? Ég treysti því að allir þessir foreldrar séu þá heima hjá sér líka fyrst að veðrið er svona vont!“ Ragnheiður Stephensen.Mynd af vefsíðu GarðabæjarRagnheiður minnir á að Garðabær sé bæjarfélag þar sem hægt sé að ganga flest þannig að skortur á vel búnum bílum ætti ekki að koma í veg fyrir að börnin komist í skólann.Garðbæingurinn Pétur Rúnar Heimisson svarar Ragnheiði í hópnum á hnyttinn og skemmtilegan hátt. Pétur Rúnar setur sig í spor fimmtán ára unglings en er sjálfur reyndar tvöfalt eldri.„Ragga það er kalt úti og snjór að fjúka útum allt og batterýið á iPhone er ekki beint gert fyrir svoleiðis veður. Timberland skór og 66°norður úlpur eru heldur ekki alveg til að vera í svona vondu veðri, ég er meðvituð tískuvera - ekki Haraldur pólfari. Hvernig helduru að ég muni líta út á snapchat ef ég labba í þessu veðri með húfu? Hárið allt klesst og ekki flott. Rafvespan mín er hvort eða er ekki á nagladekkjum og því verð ég heima. Kv. einn 15 ára í Garðabæ.“Frá umferð í Reykjavík í morgun.Vísir/GVAMúgsefjun vegna fjölmiðlaumfjöllunarIngibjörg Anna Arnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Garðaskóla, tekur undir að ástundun í skólanum sé verri en þau hafi áður séð. Það sé rétt að töluvert sé um að óskað hafi verið eftir leyfi fyrir börnin.„Foreldrum er í sjálfsvald sett hvort börnin mæti í skólana,“ segir Ingibjörg. Garðaskóli hafi líkt og fleiri skólar sent áfram tilkynningu frá Almannavörnum í gær þar sem varað var við vondu veðri. Hún hafi hins vegar sjálf ekið úr vesturbænum í morgun og ekki fundist veðrið sérstaklega slæmt.„Ég velti því fyrir mér þar sem ég ók og hlustað á útvarpið hvort fjölmiðlar væru að fara offari í veðurlýsingum. Ég heyrði bara talað um veðrið í útvarpinu,“ segir Ingibjörg. Aðgengi fólks að útvarpi og vefmiðlum hafi eflaust áhrif á foreldra og ákvarðanatöku þeirra.„Þessi múgsefjun verður til vega umfjöllunar. Börnin vilja fara heim af því að hinn fékk að fara heim. Þau spyrja, hann fékk að fara heim - af hverju fæ ég ekki að fara heim?“ bætir Ingibjörg við. Skólinn öruggasti staðurinnÍ tilkynningu frá lögreglu í morgun kom fram að nokkuð hefði borið á því að foreldrar hringdu í börn sín í skólann og gæfu þeim leyfi til að halda heim. Lögreglan mælir gegn þessu þar sem ekki væsi um börnin í skólanum og best sé að þau séu þar. Ingibjörg tekur undir með lögreglu.„Skólinn er öruggasti staðurinn,“ segir Ingibjörg. „Við viljum leyfa börnunum að koma til okkar,“ segir hún í hressum tóni og vísar í fræg ummæli sem höfð eru eftir Jesú í Biblíunni. Veður Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Borið hefur á því að foreldrar hringi í börn sín og gefi þeim leyfi til að fara heim úr skólanum. Í Garðaskóla í Garðabæ telur einn kennaranna að vanti líklega um 75 prósent nemenda í tíunda bekk. Hún spyr hvað foreldrar séu að spá. „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ spyr Ragnheiður sem margir þekkja af handboltavellinum í bláum búningum Stjörnunnar og íslenska landsliðsins á tíunda áratugnum. Ragnheiður tjáir sig í hópnum Íbúar Garðabæjar á Facebook og biður fólk um að afsaka hreinskilnina í sér. Hún sé eiginlega agndofa. „Þeir sem eru mættir liggja núna í símunum og væla sig heim. Þau eru í prófum. Eru þetta skilaboðin sem á að senda starfskröftum framtíðarinnar? Ég treysti því að allir þessir foreldrar séu þá heima hjá sér líka fyrst að veðrið er svona vont!“ Ragnheiður Stephensen.Mynd af vefsíðu GarðabæjarRagnheiður minnir á að Garðabær sé bæjarfélag þar sem hægt sé að ganga flest þannig að skortur á vel búnum bílum ætti ekki að koma í veg fyrir að börnin komist í skólann.Garðbæingurinn Pétur Rúnar Heimisson svarar Ragnheiði í hópnum á hnyttinn og skemmtilegan hátt. Pétur Rúnar setur sig í spor fimmtán ára unglings en er sjálfur reyndar tvöfalt eldri.„Ragga það er kalt úti og snjór að fjúka útum allt og batterýið á iPhone er ekki beint gert fyrir svoleiðis veður. Timberland skór og 66°norður úlpur eru heldur ekki alveg til að vera í svona vondu veðri, ég er meðvituð tískuvera - ekki Haraldur pólfari. Hvernig helduru að ég muni líta út á snapchat ef ég labba í þessu veðri með húfu? Hárið allt klesst og ekki flott. Rafvespan mín er hvort eða er ekki á nagladekkjum og því verð ég heima. Kv. einn 15 ára í Garðabæ.“Frá umferð í Reykjavík í morgun.Vísir/GVAMúgsefjun vegna fjölmiðlaumfjöllunarIngibjörg Anna Arnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Garðaskóla, tekur undir að ástundun í skólanum sé verri en þau hafi áður séð. Það sé rétt að töluvert sé um að óskað hafi verið eftir leyfi fyrir börnin.„Foreldrum er í sjálfsvald sett hvort börnin mæti í skólana,“ segir Ingibjörg. Garðaskóli hafi líkt og fleiri skólar sent áfram tilkynningu frá Almannavörnum í gær þar sem varað var við vondu veðri. Hún hafi hins vegar sjálf ekið úr vesturbænum í morgun og ekki fundist veðrið sérstaklega slæmt.„Ég velti því fyrir mér þar sem ég ók og hlustað á útvarpið hvort fjölmiðlar væru að fara offari í veðurlýsingum. Ég heyrði bara talað um veðrið í útvarpinu,“ segir Ingibjörg. Aðgengi fólks að útvarpi og vefmiðlum hafi eflaust áhrif á foreldra og ákvarðanatöku þeirra.„Þessi múgsefjun verður til vega umfjöllunar. Börnin vilja fara heim af því að hinn fékk að fara heim. Þau spyrja, hann fékk að fara heim - af hverju fæ ég ekki að fara heim?“ bætir Ingibjörg við. Skólinn öruggasti staðurinnÍ tilkynningu frá lögreglu í morgun kom fram að nokkuð hefði borið á því að foreldrar hringdu í börn sín í skólann og gæfu þeim leyfi til að halda heim. Lögreglan mælir gegn þessu þar sem ekki væsi um börnin í skólanum og best sé að þau séu þar. Ingibjörg tekur undir með lögreglu.„Skólinn er öruggasti staðurinn,“ segir Ingibjörg. „Við viljum leyfa börnunum að koma til okkar,“ segir hún í hressum tóni og vísar í fræg ummæli sem höfð eru eftir Jesú í Biblíunni.
Veður Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira