Hann segir að svo virðist vera sem að fólk hafi farið að tilmælum að fara ekki af stað nema af brýnni nauðsyn og á ágætlega útbúnum bílum.
Sjá einnig: Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið núna
Færð er hins vegar nú tekin að spillast í efri byggðum og hafa lögreglunni borist nokkrar tilkynningar um bíla sem sitja fastir og loka húsagötum, segir Guðbrandur.
Þá kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar að ekkert ferðaveður sé nú á Kjalarnesi auk þess sem margir bílar séu fastir á Suðurlandsvegi við Vesturlandsveg.