COP21: Stofna alþjóðlegan samstöðuhóp um nýtingu jarðhita Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2015 09:59 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Vísir/vilhelm Tilkynnt var um stofnun alþjóðlegs samstöðuhóps um nýtingu jarðhita á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í morgun. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í morgun ávarp á ráðstefnunni þar sem hann sagði að alþjóðasamfélagið yrði að ná saman um metnaðarfull markmið í loftlagsmálum.Í frétt á vef utanríkisráðuneytisins kemur fram að ráðherrann hafi sagt að í því samhengi væri mikilvægt að nýta þá möguleika sem jarðhitinn, sem orkuauðlind, veiti víða um heim „Fagnaði Gunnar Bragi þeim mikla áhuga sem samstöðuhópurinn hefur vakið, en á meðal stofnenda með Íslandi eru Frakkland, Bandaríkin, Ítalía og Nýja Sjáland, fjölmörg þróunarríki og fjölþjóðlegar stofnanir og aðilar á borð við Alþjóðabankann, Afríkusambandið og svæðabundna þróunarbanka. Orkustofnun, Íslenskar orkurannsóknir - ÍSOR og Jarðhitaskóli háskóla SÞ eru ennfremur stofnaðilar. Í ræðunni rakti utanríkisráðherra reynslu Íslendinga af nýtingu jarðhita og mikilvægi hans í að draga úr notkun jarðefniseldsneytis á Íslandi undanfarna þrjá áratugi. Þá undirstrikaði hann mikilvægi þess að auka menntun og þekkingu í jarðhita á meðal sérfræðinga frá þróunarlöndum með starfsemi Jarðhitaskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1978. Ísland hefur verið í fararbroddi ríkja um stofnun samstöðuhópsins en alþjóðleg samtök um endurnýjanlega orkugjafa, IRENA, hafa leitt vinnuna og munu vista samstarfsvettvanginn, sem verður í Abu Dhabi. Með samstarfshópnum er ætlað að búa til vettvang ríkja, stofnana og fyrirtækja sem vinna að aukinni nýtingu jarðhita á heimsvísu. Markmið samstarfsins er að auka hlutdeild jarðhita í orkubúskap heimsins, að fimmfalda raforkuframleiðslu fyrir 2030 og tvöfalda jarðhita til húshitunar á sama tíma. Þá er samstarfsvettvangurinn liður í að styðja við frumkvæði framkvæmdastjóra SÞ um að auka hlutfall sjálfbærrar orku um meira en helming fram til ársins 2030 (Sustainable Energy for All by 2030),“ segir í fréttinni. Loftslagsmál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Tilkynnt var um stofnun alþjóðlegs samstöðuhóps um nýtingu jarðhita á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í morgun. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í morgun ávarp á ráðstefnunni þar sem hann sagði að alþjóðasamfélagið yrði að ná saman um metnaðarfull markmið í loftlagsmálum.Í frétt á vef utanríkisráðuneytisins kemur fram að ráðherrann hafi sagt að í því samhengi væri mikilvægt að nýta þá möguleika sem jarðhitinn, sem orkuauðlind, veiti víða um heim „Fagnaði Gunnar Bragi þeim mikla áhuga sem samstöðuhópurinn hefur vakið, en á meðal stofnenda með Íslandi eru Frakkland, Bandaríkin, Ítalía og Nýja Sjáland, fjölmörg þróunarríki og fjölþjóðlegar stofnanir og aðilar á borð við Alþjóðabankann, Afríkusambandið og svæðabundna þróunarbanka. Orkustofnun, Íslenskar orkurannsóknir - ÍSOR og Jarðhitaskóli háskóla SÞ eru ennfremur stofnaðilar. Í ræðunni rakti utanríkisráðherra reynslu Íslendinga af nýtingu jarðhita og mikilvægi hans í að draga úr notkun jarðefniseldsneytis á Íslandi undanfarna þrjá áratugi. Þá undirstrikaði hann mikilvægi þess að auka menntun og þekkingu í jarðhita á meðal sérfræðinga frá þróunarlöndum með starfsemi Jarðhitaskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1978. Ísland hefur verið í fararbroddi ríkja um stofnun samstöðuhópsins en alþjóðleg samtök um endurnýjanlega orkugjafa, IRENA, hafa leitt vinnuna og munu vista samstarfsvettvanginn, sem verður í Abu Dhabi. Með samstarfshópnum er ætlað að búa til vettvang ríkja, stofnana og fyrirtækja sem vinna að aukinni nýtingu jarðhita á heimsvísu. Markmið samstarfsins er að auka hlutdeild jarðhita í orkubúskap heimsins, að fimmfalda raforkuframleiðslu fyrir 2030 og tvöfalda jarðhita til húshitunar á sama tíma. Þá er samstarfsvettvangurinn liður í að styðja við frumkvæði framkvæmdastjóra SÞ um að auka hlutfall sjálfbærrar orku um meira en helming fram til ársins 2030 (Sustainable Energy for All by 2030),“ segir í fréttinni.
Loftslagsmál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira