Til verndar höfundum eða milliliðum? Ásta Guðrún Helgadóttir skrifar 1. desember 2015 09:27 Breytingar á höfundalögum eru í vændum og þá er vert að huga að þeim breytingum sem eiga sér stað. Endurskoðun laga um höfundarétt og afleidd réttindi hans er tímabær og einn hornsteina þeirra stjórnmálasamtaka sem ég tilheyri, Pírötum. Höfundaréttur er nefnilega dæmi um lög, sem voru sett út frá ákveðnum forsendum sem ekki eiga endilega við lengur. Það þarf að endurskoða forsendur þeirra. Innan höfundalaga eru tvær forsendur sem takast á: Annars vegar er það siðferðislegur réttur höfundar til að vera kenndur við verk sitt og stjórna fyrstu birtingu verka sinna. Hins vegar eru það efnahagsleg réttindi sem eru tryggð með afleiddum réttindum höfundaréttar. Siðferðislegur réttur höfunda byggist á þeirri hugmynd að sérhver sé höfundur orða sinna og verði það alltaf. Það getur enginn tekið orðin af manni. Þetta er grundvöllur alls höfundaréttar og sá hluti höfundaréttar sem ég vil standa vörð um. Þessi réttindi eru ekki framseljanleg. Það sama er ekki hægt að segja um afleidd réttindi. Afleidd réttindi höfundaréttar eru fjölmörg. Í máli lögfræðinga kallast þau rétthafaréttur. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera samtvinnuð efnahagslegum ávinningi tengdum verkum höfunda. Þetta eru einkaleyfi á því að flytja, dreifa, birta eða gefa út ákveðin verk, eftir samkomulagi við höfunda. Rétthafaréttur er ekki höfundaréttur í þeim siðferðislega skilningi sem grunnhugmyndin er byggð á. Hægt að rekja hann aftur til miðalda, til borgríkis Lundúna þar sem einkaleyfi voru gefin út til að fá að prenta bækur. Síðar samtvinnuðust þessi efnahagslegu réttindi við siðferðislegan rétt höfunda. Úr varð vafningur siðferðislegra og efnahagslegra réttinda þar sem erfitt er að greina hvað er hvað. Höfundalög geyma margslungin réttindi í íslenskum lögum. Í þeim má finna bæði grunnforsenduna að vera kenndur við verk sitt og afleidd réttindi hennar. Rétthafar eru þó ekki endilega höfundar. Sumir höfundar eru rétthafar, en ekki allir rétthafar eru höfundar. Höfundar framselja í ríkum mæli efnahagsleg réttindi sín, leyfi til að birta, dreifa og gefa út verkin. Oftar en ekki eru það útgáfufyrirtæki eða stærri einingar sem fara með þessi réttindi í nafni höfunda. Ólíkir hagsmunahópar Þetta er sá hluti höfundalaga sem ég set spurningamerki við. Höfundalög eiga að þjóna hagsmunum höfunda og styrkja þá í sambandi sínu við handhafa útgáfuréttarins og dreifingaréttarins. Rétthafarétturinn hefur fengið of sterkt vægi og honum er blandað um of við höfundaréttinn með því að setja hann inn í höfundalög. Þarna eru oft ólíkir hagsmunahópar. Nú stendur til að gefa innheimtusamtökum ríkari heimildir til þess að semja um innheimtugjöld fyrir hönd rétthafa innan ákveðinnar listgreinar, fyrirkomulag sem kallast samningskvaðaleyfi (á ensku extended collective licensing). Þetta þýðir að innheimtusamtök fái leyfi til þess að innheimta og útdeila gjöldum fyrir hönd rétthafa, þótt þeir standi utan þessara samtaka. Það getur vel verið að samningskvaðaleyfi séu hagkvæm fyrir land eins og Ísland, sem er lítið og takmarkað. Hins vegar er mikilvægt að höfundalög gæti fyrst og fremst hagsmuna höfunda. Með því að setja lög um samningskvaðir inn í höfundalög er verið að blanda saman réttindum innheimtusamtaka og höfunda. Það þarf að skýra línuna á milli þeirra. Eitt helsta vandamál núverandi höfundalaga er að höfundar hafa ekki nógu skýra og sterka rödd. Með því að setja ekki nógu skýr mörk á milli þessara réttinda veikjum við stöðu höfunda og styrkjum stöðu útgáfufyrirtækja, dreifingaraðila, sem hafa einhver réttindi sem eru ýmist aðkeypt eða afsöluð af höfundum með lélegum samningum. Hagsmunir höfunda og rétthafa fara ekki alltaf saman, hvað þá hagsmunir innheimtusamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Guðrún Helgadóttir Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Breytingar á höfundalögum eru í vændum og þá er vert að huga að þeim breytingum sem eiga sér stað. Endurskoðun laga um höfundarétt og afleidd réttindi hans er tímabær og einn hornsteina þeirra stjórnmálasamtaka sem ég tilheyri, Pírötum. Höfundaréttur er nefnilega dæmi um lög, sem voru sett út frá ákveðnum forsendum sem ekki eiga endilega við lengur. Það þarf að endurskoða forsendur þeirra. Innan höfundalaga eru tvær forsendur sem takast á: Annars vegar er það siðferðislegur réttur höfundar til að vera kenndur við verk sitt og stjórna fyrstu birtingu verka sinna. Hins vegar eru það efnahagsleg réttindi sem eru tryggð með afleiddum réttindum höfundaréttar. Siðferðislegur réttur höfunda byggist á þeirri hugmynd að sérhver sé höfundur orða sinna og verði það alltaf. Það getur enginn tekið orðin af manni. Þetta er grundvöllur alls höfundaréttar og sá hluti höfundaréttar sem ég vil standa vörð um. Þessi réttindi eru ekki framseljanleg. Það sama er ekki hægt að segja um afleidd réttindi. Afleidd réttindi höfundaréttar eru fjölmörg. Í máli lögfræðinga kallast þau rétthafaréttur. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera samtvinnuð efnahagslegum ávinningi tengdum verkum höfunda. Þetta eru einkaleyfi á því að flytja, dreifa, birta eða gefa út ákveðin verk, eftir samkomulagi við höfunda. Rétthafaréttur er ekki höfundaréttur í þeim siðferðislega skilningi sem grunnhugmyndin er byggð á. Hægt að rekja hann aftur til miðalda, til borgríkis Lundúna þar sem einkaleyfi voru gefin út til að fá að prenta bækur. Síðar samtvinnuðust þessi efnahagslegu réttindi við siðferðislegan rétt höfunda. Úr varð vafningur siðferðislegra og efnahagslegra réttinda þar sem erfitt er að greina hvað er hvað. Höfundalög geyma margslungin réttindi í íslenskum lögum. Í þeim má finna bæði grunnforsenduna að vera kenndur við verk sitt og afleidd réttindi hennar. Rétthafar eru þó ekki endilega höfundar. Sumir höfundar eru rétthafar, en ekki allir rétthafar eru höfundar. Höfundar framselja í ríkum mæli efnahagsleg réttindi sín, leyfi til að birta, dreifa og gefa út verkin. Oftar en ekki eru það útgáfufyrirtæki eða stærri einingar sem fara með þessi réttindi í nafni höfunda. Ólíkir hagsmunahópar Þetta er sá hluti höfundalaga sem ég set spurningamerki við. Höfundalög eiga að þjóna hagsmunum höfunda og styrkja þá í sambandi sínu við handhafa útgáfuréttarins og dreifingaréttarins. Rétthafarétturinn hefur fengið of sterkt vægi og honum er blandað um of við höfundaréttinn með því að setja hann inn í höfundalög. Þarna eru oft ólíkir hagsmunahópar. Nú stendur til að gefa innheimtusamtökum ríkari heimildir til þess að semja um innheimtugjöld fyrir hönd rétthafa innan ákveðinnar listgreinar, fyrirkomulag sem kallast samningskvaðaleyfi (á ensku extended collective licensing). Þetta þýðir að innheimtusamtök fái leyfi til þess að innheimta og útdeila gjöldum fyrir hönd rétthafa, þótt þeir standi utan þessara samtaka. Það getur vel verið að samningskvaðaleyfi séu hagkvæm fyrir land eins og Ísland, sem er lítið og takmarkað. Hins vegar er mikilvægt að höfundalög gæti fyrst og fremst hagsmuna höfunda. Með því að setja lög um samningskvaðir inn í höfundalög er verið að blanda saman réttindum innheimtusamtaka og höfunda. Það þarf að skýra línuna á milli þeirra. Eitt helsta vandamál núverandi höfundalaga er að höfundar hafa ekki nógu skýra og sterka rödd. Með því að setja ekki nógu skýr mörk á milli þessara réttinda veikjum við stöðu höfunda og styrkjum stöðu útgáfufyrirtækja, dreifingaraðila, sem hafa einhver réttindi sem eru ýmist aðkeypt eða afsöluð af höfundum með lélegum samningum. Hagsmunir höfunda og rétthafa fara ekki alltaf saman, hvað þá hagsmunir innheimtusamtaka.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun