Raskanir verða á ferðum strætó vegna óveðursins sem gengur yfir landið í dag.
Í tilkynningu frá Strætó segir að þegar bætir í vind og úrkomu á höfuðborgarsvæðinu megi búast við að götur í úthverfum verði ófærar fyrir strætisvagna.
Bílar á vegum Ferðaþjónustu fatlaðra munu aka eins og venjulega á meðan veður leyfir.
Farþegar eru beðnir um að fylgjast vel með fréttum, en þær verða uppfærðar í rauntíma á forsíðu strætó, www.straeto.is og á facebook-síðu strætó.
„Leið 55: Fyrsta ferð frá Reykjavík 06:23 og Reykjanesbæ kl. 06:55 eru á áætlun. Athugað verður með ferðina kl 08:23 frá Reykjavík, en öllum ferðum eftir það hefur verið aflýst þar til veðrið gengur niður.
Leið 57: Ferðum til og frá Akureyri í dag hefur verið aflýst. Ekið er á milli Borgraness/Akranes og Reykjavíkur á meðan færð leyfir.
Leið 51: Fyrstu ferðir dagsins eru á áætlun. Ferðin frá Mjódd kl. 07:00 ekur áleiðis á Hvolsvöll. Ferðinni frá Höfn 11:55 hefur verið aflýst,“ segir í tilkynningunni.
Raskanir á ferðum strætó í dag
Atli Ísleifsson skrifar
