Boða fleiri lokanir á Hellisheiði Óli Kr. Ármannsson skrifar 1. desember 2015 07:00 Vegkaflinn á Suðurlandsvegi fyrir ofan Draugahlíðarbrekku hjá Litlu-Kaffistofunni sem hér sést á vefmyndavél Vegagerðarinnar í hádeginu í gær er dæmi um tveir plús einn veg sem skilinn er að með vírvegriði. Mynd/Vegagerðin Öryggisráðstafanir sem ráðist hefur verið í samhliða breytingum á þjóðveginum um Hellisheiði kalla á að veginum verði oftar lokað vegna snjóa, eða þegar verður mjög blint. „Þetta er dálítil stefnubreyting að loka fremur oftar en sjaldnar og helst að vera á undan því að menn festi sig,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hann áréttar að mikilvægasta aðferðin til að bæta umferðaröryggi sé alltaf að skilja að akstursstefnur, því að hættulegustu umferðarslysin verði þegar bílar lenda beint framan á hver öðrum.G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi VegagerðarinnarVíravegrið hefur verið sett upp á Hellisheiði og víðar á Suðurlandsvegi til þess að skilja að akstursstefnur og auka öryggi, en auknu öryggi segir Pétur að fylgi líka kostnaður. Víravegriði fylgi samt minni snjósöfnun en annars konar vegriðum. En um leið sé þrengt að og dýrara verði að ryðja veginn. Þá minnkar rými ökumanna til að athafna sig og aka í kringum fasta bíla í vondum veðrum. Því er líklegra að einn bíll sem stoppar verði til þess að stöðva umferðina alveg. „Það er verklag á hverri einustu heiði um hvernig standa skuli að lokunum og við erum í samvinnu við björgunarsveitirnar, sem manna þá lokunarpóstana, og greiðum fyrir það,“ segir G. Pétur. En þótt verkalag sé til staðar þá sé það enn í þróun líka. Vegagerðin sé hins vegar mjög ánægð með viðbrögð fólks í könnunum hennar við lokunum, því fólk vilji fremur að vandræðum sé afstýrt með lokunum. „Og stefnan er einmitt að loka helst áður en veðrið kemur og bílar fara að festast.“ Með því verklagi sé líka auðveldara að opna fyrr, þegar ekki þarf að koma í burt bílum sem sitji fastir. Fólk megi hins vegar búast við því nú að veginum verði lokað oftar en áður. „Það er bara kostnaðurinn af því að bæta umferðaröryggið.“ Síðasti vetur segir G. Pétur að hafi verið óvenjulegur suðvestanlands vegna tíðra lokana út af veðri. Meira að segja hafi komið fyrir að loka hafi þurft Reykjanesbrautinni. Þarna spili saman veður, breytt verklag og breytt umferðarmenning. „Þá hefur líka áhrif fjölgun ferðamanna, þannig að við erum með fleiri óvana ökumenn á ferðinni, bæði innlenda og erlenda.“ Núna séu uppi aðrar aðstæður en fyrir 20 árum þó að þá hafi líka snjóað mikið. Veður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Öryggisráðstafanir sem ráðist hefur verið í samhliða breytingum á þjóðveginum um Hellisheiði kalla á að veginum verði oftar lokað vegna snjóa, eða þegar verður mjög blint. „Þetta er dálítil stefnubreyting að loka fremur oftar en sjaldnar og helst að vera á undan því að menn festi sig,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hann áréttar að mikilvægasta aðferðin til að bæta umferðaröryggi sé alltaf að skilja að akstursstefnur, því að hættulegustu umferðarslysin verði þegar bílar lenda beint framan á hver öðrum.G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi VegagerðarinnarVíravegrið hefur verið sett upp á Hellisheiði og víðar á Suðurlandsvegi til þess að skilja að akstursstefnur og auka öryggi, en auknu öryggi segir Pétur að fylgi líka kostnaður. Víravegriði fylgi samt minni snjósöfnun en annars konar vegriðum. En um leið sé þrengt að og dýrara verði að ryðja veginn. Þá minnkar rými ökumanna til að athafna sig og aka í kringum fasta bíla í vondum veðrum. Því er líklegra að einn bíll sem stoppar verði til þess að stöðva umferðina alveg. „Það er verklag á hverri einustu heiði um hvernig standa skuli að lokunum og við erum í samvinnu við björgunarsveitirnar, sem manna þá lokunarpóstana, og greiðum fyrir það,“ segir G. Pétur. En þótt verkalag sé til staðar þá sé það enn í þróun líka. Vegagerðin sé hins vegar mjög ánægð með viðbrögð fólks í könnunum hennar við lokunum, því fólk vilji fremur að vandræðum sé afstýrt með lokunum. „Og stefnan er einmitt að loka helst áður en veðrið kemur og bílar fara að festast.“ Með því verklagi sé líka auðveldara að opna fyrr, þegar ekki þarf að koma í burt bílum sem sitji fastir. Fólk megi hins vegar búast við því nú að veginum verði lokað oftar en áður. „Það er bara kostnaðurinn af því að bæta umferðaröryggið.“ Síðasti vetur segir G. Pétur að hafi verið óvenjulegur suðvestanlands vegna tíðra lokana út af veðri. Meira að segja hafi komið fyrir að loka hafi þurft Reykjanesbrautinni. Þarna spili saman veður, breytt verklag og breytt umferðarmenning. „Þá hefur líka áhrif fjölgun ferðamanna, þannig að við erum með fleiri óvana ökumenn á ferðinni, bæði innlenda og erlenda.“ Núna séu uppi aðrar aðstæður en fyrir 20 árum þó að þá hafi líka snjóað mikið.
Veður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira