Körfubolti

Pistons vann eftir fjórframlengdan leik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jimmy Butler skoraði 43 stig fyrir Bulls í gær.
Jimmy Butler skoraði 43 stig fyrir Bulls í gær. vísir/getty
Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en leikur kvöldsins var án efa viðureign Detroit Pistons og Chicago Bulls sem þurfti að framlengja fjórum sinnum.

Að lokum vann Pistons þriggja stig sigur, 147-144, eftir einhvern ótrúlegasta leik sem fram hefur farið í NBA. Það þurfti að framlengja í fjórgang síðast fyrir 31 ári í deildinni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 103-103.

Andre Drummond var atkvæðamestur í liði Pistons með 33 stig og tók 21 frákast. Jimmy Butler var með 43 stig fyrir Bulls.

Meistarar Golden State Warriors unnu Milwaukee Bucks 121-112 en þar skoraði Stephen Curry 26 stig og tók tíu fráköst. Þá vann San Antonio LA Clippers 115-107 í fínum leik. Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins.

Indiana - Brooklyn 104-97

Orlando - Portland 102-94

Philadelphia - New York Knicks 97-107

Boston - Atlanta 101-109

Miami - Toronto 94-108

Chicago - Detroit 144-147

Minnesota - Sacramento 99-95

San Antonio - LA Clippers 115-107

Dallas - Memphis 97-88

Phoenix - New Orleans 104-88

Utah Jazz - Denver 97-88

Golden State - Milwaukee 121-112

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×